Hættuástand skapast á suðvesturhorninu í kvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2015 15:45 Grýlukerti og snjóhengjur gætu farið af stað í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm „Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann. Veður Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann.
Veður Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira