Hættuástand skapast á suðvesturhorninu í kvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2015 15:45 Grýlukerti og snjóhengjur gætu farið af stað í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm „Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann. Veður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann.
Veður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira