Maður gerir kröfur til þess að lykilleikmenn ÍR séu í betra standi Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 13:30 Bjarni, spilandi þjálfari ÍR, í leik með liðinu í vor. Vísir/Andri Marinó Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“ Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira
Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira
ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49