Sport

Eygló Ósk komst í undanúrslit í 50 metra baksundi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eygló Ósk.
Eygló Ósk. Vísir/anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í morgunsárið í undanúrslit í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug sem fer fram þessa stundina í Ísrael.

Eygló syndir í undanúrslitunum klukkan 15:30 í dag.

Eygló sem sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að árangurinn á mótinu hefði verið draumi líkastur hefur unnið til tveggja bronsverðlauna á mótinu í 100 og 200 metra baksundi.

Eygló synti í dag á 27,96 sekúndum og náði 15. besta tímanum, tæplega hálfri sekúndu frá Íslandsmetinu í greininni sem hún deilir ásamt Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttir á 27,45 sekúndum.

Þá keppti Aron Örn Stefánsson í undanrásunum í 100 metra skriðsundi en lenti í 52. sæti af 60 keppendum á 50,64 sekúndum.


Tengdar fréttir

Ég barðist við tárin á pallinum

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna í gær til að vinna til verðlauna á stórmóti í sundi. Hún vann brons í 100 m baksundi en keppir í dag í sinni sterkustu grein.

Eygló Ósk sparaði sig fyrir úrslitasundið í kvöld

Eygló Ósk Gústafsdóttir ákvað að sleppa því að taka þátt í undanrásum í 100 metra fjórsundi á öðrum keppnisdegi Evrópumeistaramótsins í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í morgun.

Eygló áttunda inn í undanúrslit

Eygló Ósk Gústafsdóttir náði áttunda besta tímanum í undanrásum í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael en þetta er fyrsti keppnisdagurinn á mótinu.

Bronsstúlkan okkar

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir vann í gær til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Ísrael, annan daginn í röð. Eygló setti tvö Íslandsmet á leið sinni upp á verðlaunapallinn.

Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann bronsverðlaun í 100 metra baksundi á öðrum keppnisdegi Evrópumeistaramótsins í 25 metra laug í Netanya í Ísrael.

Eygló aftur á verðlaunapall á EM

Glæsilegur árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur í Ísrael en hún stórbætti Íslandsmet sitt í 200 m baksundi.

Eygló: Langt fram úr mínum væntingum

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, var skiljanlega hin kátasta þegar Vísir heyrði í henni hljóðið fyrir skemmstu; skömmu eftir úrslitasundið í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem nú stendur yfir í Netanya í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×