Breskt fyrirtæki vill kaupa allt hlutafé í Borgun Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2015 20:38 Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með. Borgunarmálið Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með.
Borgunarmálið Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira