Mæðgur fögnuðu báðar níu ára afmæli á óveðursdag: „Það eru ágætis líkur á þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2015 15:30 Tölfræðingurinn Sigrún Helga Lund og dóttir hennar fögnuðu báðar níu ára afmæli á einstökum óveðursdögum. Samsett Hverjar eru líkurnar á því að mæðgur haldi upp á níu ára afmælisdaga sína á sömu dögum og einhver klikkuðustu óveður í manna minnum gengu yfir Ísland? Töluvert meiri en maður myndi halda samkvæmt Sigrúnu Helgu Lund sem ætti að vita það, hún er jú með doktorsgráðu í tölfræði. Hún og dóttir hennar urðu báðar níu ára á einstökum óviðrisdögum. Sigrún Helga hélt upp á níu ára afmæli sitt þann 3. febrúar 1991 þegar eitt versta óveður sem skollið hefur á Ísland reið yfir landið líkt og Vísir hefur rifjað upp. Svo skemmtilega vill til að dóttir Sigrúnar Helgu á níu ára afmæli í dag, deginum sem reiknað er með að versta óveður síðan hið fræga óveður frá 1991 muni skella á Íslandi.Forsíða DV daginn eftir óveðrið 1991„Það eru alveg ágætis líkur á að þetta gerist. Ég hef nú reyndar ekki pælt mikið í þessu en það má segja að þetta sé sambærilegt við að tvær manneskjur sem eigi afmæli á sama degi lendi saman í bekk,“ segir Sigrún Helga sem er stödd í Orlando í Bandaríkjunum á ráðstefnu og mun hún því missa af óviðrinu mikla í dag. Hún missti þó ekki af storminum árið 1991 sem er henni enn í fersku minni. „Við ætluðum að hafa pítsur í matinn sem var mjög nýmóðins á þeim tíma. Vandamálið var að það varð rafmagnslaust þannig að við sátum bara uppi með helling af deigi.“En mætti einhver í afmælið?„Það voru mjög hugrakkir foreldar sem sem löbbuðu með krakkana sína í afmælið. Við vorum helst í því að leika okkur með kertaljós og ég man hvað það var mikil hamingja þegar rafmagnið kom á.“ Dóttir Sigrúnar Helgu mun reyndar ekki feta í fótspor móður sinnar og halda upp á afmæli sitt í kvöld á meðan veðrið verður vitlaust. „Nei, hún ætlar bara að hafa það gott heima í kvöld og halda upp á afmælið seinna.“ Ekki óvitlaust enda er fólk eindregið beðið um að halda sig innandyra í kvöld á meðan veðrið verður sem verst en sjá má myndir af óveðrinu 1991 hér fyrir neðan.Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVABjörgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVAÞök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Hverjar eru líkurnar á því að mæðgur haldi upp á níu ára afmælisdaga sína á sömu dögum og einhver klikkuðustu óveður í manna minnum gengu yfir Ísland? Töluvert meiri en maður myndi halda samkvæmt Sigrúnu Helgu Lund sem ætti að vita það, hún er jú með doktorsgráðu í tölfræði. Hún og dóttir hennar urðu báðar níu ára á einstökum óviðrisdögum. Sigrún Helga hélt upp á níu ára afmæli sitt þann 3. febrúar 1991 þegar eitt versta óveður sem skollið hefur á Ísland reið yfir landið líkt og Vísir hefur rifjað upp. Svo skemmtilega vill til að dóttir Sigrúnar Helgu á níu ára afmæli í dag, deginum sem reiknað er með að versta óveður síðan hið fræga óveður frá 1991 muni skella á Íslandi.Forsíða DV daginn eftir óveðrið 1991„Það eru alveg ágætis líkur á að þetta gerist. Ég hef nú reyndar ekki pælt mikið í þessu en það má segja að þetta sé sambærilegt við að tvær manneskjur sem eigi afmæli á sama degi lendi saman í bekk,“ segir Sigrún Helga sem er stödd í Orlando í Bandaríkjunum á ráðstefnu og mun hún því missa af óviðrinu mikla í dag. Hún missti þó ekki af storminum árið 1991 sem er henni enn í fersku minni. „Við ætluðum að hafa pítsur í matinn sem var mjög nýmóðins á þeim tíma. Vandamálið var að það varð rafmagnslaust þannig að við sátum bara uppi með helling af deigi.“En mætti einhver í afmælið?„Það voru mjög hugrakkir foreldar sem sem löbbuðu með krakkana sína í afmælið. Við vorum helst í því að leika okkur með kertaljós og ég man hvað það var mikil hamingja þegar rafmagnið kom á.“ Dóttir Sigrúnar Helgu mun reyndar ekki feta í fótspor móður sinnar og halda upp á afmæli sitt í kvöld á meðan veðrið verður vitlaust. „Nei, hún ætlar bara að hafa það gott heima í kvöld og halda upp á afmælið seinna.“ Ekki óvitlaust enda er fólk eindregið beðið um að halda sig innandyra í kvöld á meðan veðrið verður sem verst en sjá má myndir af óveðrinu 1991 hér fyrir neðan.Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVABjörgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVAÞök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29
Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15
Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23
Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45