Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 13:15 Forsíða DV mánudaginn 4. febrúar 1991. Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira