„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 16:35 Hreiðar Már Sigurðsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20