Kári Árnason verður fyrirliði á móti Real Madrid á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 18:12 Kári Árnason í leik á móti PSG. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira