Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki aftur á Kvíabryggju að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins.
Ástæðuna má rekja til óveðursins en veginum um Kjalarnes var lokað síðdegis. Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings munu því þurfa að dvelja í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt.
Hreiðar Már og Sigurður báru vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og framundan er skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni á morgun. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi að minnsta kosti fram á fimmtudag.