Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn: „Snælduvitlaust veður“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 21:55 Rúðan srakk inn í stofu hjá Hilmari Þóri. Mynd/Hilmar Þór Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi. Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi.
Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira