Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn: „Snælduvitlaust veður“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 21:55 Rúðan srakk inn í stofu hjá Hilmari Þóri. Mynd/Hilmar Þór Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent