Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 13:29 Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitið Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn. Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn.
Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01
Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24
Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54