Heilsueflandi Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 9. desember 2015 07:00 Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun