Van Gaal kenndi dómaranum um tapið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 23:26 Louis van Gaal var öskureiður í kvöld. Vísir/Getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Manchester United liðið datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en tapaði 3-2 á móti Wolfsburg og þarf að sætta sig við það að byrja að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. „Það er erfitt að átta sig á þessum úrslitum. Ég er ánægður með að hafa náð að skora en mjög ósáttur að við skulum í tvígang fá á okkur mark aðeins nokkrum mínútum eftir að við skorum. Ég verð að skoða það betur hvað gerðist en vanalega erum við í góðum málum í slíkri stöðu," sagði Louis van Gaal við BBC.Sjá einnig:Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn „Ég sagði það í upphafi að þetta væri jafn riðill og það má sjá það á úrslitunum úr okkar leikjum sem og í öðrum leikjum í riðlinum," sagði Van Gaal en Wolfsburg og PSV Eindhoven komust áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Ég verð að segja það að við höfðum ekki heppnina með okkur í þessum leik og þá er ég að tala um ákvarðanir dómarans. Það var líka þannig í fyrsta leiknum okkar á móti PSV Eindhoven. Þegar riðillinn er svona jafn þá geta svona ákvarðanir ráðið því hvort þú farir áfram eða ekki," sagði Louis van Gaal.Sjá einnig:Manchester United tapaði í Þýskalandi Manchester United tapaði tveimur leikjum í riðlinum, í fyrstu umferð á móti PSV Eindhoven og svo í þeirri síðustu á móti Wolfsburg. Jesse Lingard virtist jafna metin fyrir Manchester United undir lok fyrri hálfleiks þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómararnir dæmdu hinsvegar markið af eftir dágóðan umhugsunartíma, vegna rangstöðu væntanlega á leikmenn United-liðsins sem stóðu fyrir framan markvörðinn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira