Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2015 09:11 Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. GVA Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02