Giroud skaut Arsenal áfram í Meistaradeildinni | Sjáið þrennu Frakkans í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2015 18:08 Olivier Giroud fagnar einu af mörkum sínum. Vísir/EPA Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira
Franski framherjinn Olivier Giroud sá um að skjóta Arsenal áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Arsenal á útivelli á móti gríska liðinu Olympiakos. Olympiakos nægði jafntefli í leiknum og mátti líka tapa 1-0 og 2-1. Arsenal-menn sýndu styrk og karakter með því að klára leikinn sannfærandi eftir smá basl í byrjun. Arsenal-liðið hefur þar með komist áfram úr riðlakeppninni á sautján tímabil í röð. Arsenal endar í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Olympiakos en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Bayern München fékk sex stigum meira og vann riðilinn. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum í London en fékk bara að spila í fjórar mínútur í þessum leik. Hann kom inná í stöðunni 3-0 fyrir Arsenal og gat lítið gert. Olympiakos byrjaði leikinn vel og átti í fullu tré við Arsenal-liðið fyrstu tuttugu mínúturnar. Aide Brown Ideye fékk fyrsta færi leiksins á tólftu mínútur og á þeirri tuttugustu voru heimamenn aftur nálægt því að skora þegar Felipe Pardo fékk gott skotfæri en hitti ekki markið. Arsenal fór þá að ranka við sér og Mathieu Flamini átti skot í slána á 25. mínútu eftir undirbúning Joel Campbell. Fjórum mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir í leiknum og það var mikið léttir fyrir enska liðið. Olivier Giroud kom þá Arsenal í 1-0 á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Ramsey. Laurent Koscielny var nálægt því að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks en skaut sem betur fer yfir eigið mark. Seinni hálfleikurinn var ekki orðinn fjögurra mínútna gamall þegar Olivier Giroud var búinn að koma Arsenal-liðinu í 2-0. Olivier Giroud fékk þá boltann eftir laglegan undirbúning Joel Campbell og skoraði sitt annað mark í leiknum. Olivier Giroud kláraði síðan þrennuna og um leið leikinn þegar hann kom Arsenal í 3-0 með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Vonir heimamanna voru nánast út enda þurfti liðið nú að skora þrjú mörk til að komast í sextán liða úrslitin.Giroud kemur Arsenal í 1-0 Giroud kemur Arsenal í 2-0 Giroud fullkomnar þrennuna og kemur Arsenal í 3-0
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Sjá meira