Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Una Sighvatsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 18:30 45 trúfélög eru skráð á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá Íslands og fá þau greiddan fjárstyrk frá ríkinu sem nemur tæpum ellefu þúsund krónum á hvern meðlim, miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs. Félag Zúista á Íslandi var stofnað fyrir tveimur árum en var óvirkt og hafði einungis þrjá meðlimi, þar til í haust þegar nýir menn tóku yfir félagið og hófu trúboð. Zúistar hófu trúboð um miðjan nóvember og á rétt rúmum tveimur vikum hefur meðlimum fjölgað um ríflega þúsund. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands í dag eru nú 1124 meðlimir skráðir í félagið. Það þýðir að zúistar eru á örskömmum tíma orðnir áttunda stærsta trúfélag landsins og sem dæmi fjölmennari en múslimar á Íslandi, sem eru samtals rúmlega 800 í báðum félögum. Félag Zúista er einnig orðið fjölmennara en Búddistafélag Íslands, Vottar Jehóva og meðlimir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þeir eru rétt tæplega jafnfjölmannir Siðmennt, sem er þó ekki trúfélag heldur lífsskoðunarfélag.Úrelt og ósanngjarnt kerfi Samkvæmt Arnóri Bjarka Svarfdal Arnarsyni, siðameistara Zúista á Íslandi, má allt eins búast við því að zúistar verði áberandi í trúariðkun sinni. „Við bjóðum upp á athafnir og við höldum reglulega hittinga. Svo ef við fáum nógu marga í félagið, þá eigum við rétt á að fá lóð og ef við fáum lóð, þá viljum við byggja píramída." Helsta markmið með stofnun félagsins zúista er þó ekki að byggja píramída, heldur að vekja athygli á því að sóknarnefndarkerfið svo nefnda sé bæði úrelt og ósanngjarnt. „Við styðjum í einu og öllu rétt fólks til að iðka sína trú og tilheyra trúfélögum. En við viljum bara ekki að það þurfi að fara í gegnum ríkið og ríkið þurfi að halda trúfélögunum uppi," segir Arnór Bjarki og bætir við að trúariðkun fólks ætti að vera ríkinu óviðkomandi enda persónulegri en svo að það varði ríkið nokkuð.330 milljónir króna í skatta Samkvæmt Þjóðskrá standa rúmlega fimmtán þúsund greiðendur sóknargjalda utan trúfélaga og rúm sautján þúsund til viðbótar eru skráðir ótilgreindir. Samtals greiðir þetta fólk um 330 milljónir króna í raun aukalega í skatt á næsta ári í formi sóknargjalda, án þess að njóta þeirra. Zúistar á Íslandi líta svo á að í núverandi kerfi njóti trú- og lífsskoðunarfélög margvíslegra forréttinda, m.a. í formi fjárstyrkja frá ríkinu og afsláttar opinberum gjöldum. Stjórn Zúista vill því að sérstök lög um trú- og lífskoðunarfélög verði felld úr gildi svo að um þau gildi sömu lög og um önnur félagasamtök.Leggja félagið niður þegar markmiðinu er náð Félag Zúista ætlar að endurgreiða sínum meðlimum sóknargjöldin, en framlög sem ekki eru sótt munu renna til góðgerðarmála. Fram kemur á vef félagsins að endurskoðandi muni sjá um að úthluta þeim fjármunum sem verða eftir í lok árs til einhvers góðgerðarfélags. Enginn félagsmaður Zúista fær greidd laun og hefur stjórn félagsins ekki aðgang að fjármunum þess. „Takist okkur að koma því í kring að trúfélagaskráningin verði leyst upp, sóknargjaldakerfið lagt niður og öll forréttindi til trúfélaga verði afnumin, þá leggjum við okkur sjálf niður. Þá ætlum við að hætta," segir Arnór Bjarki. Fresturinn til að breyta trúfélagaskráningu sinni fyrir greiðslu sóknargjalda næsta árs er til fyrsta desember, svo þeir sem vilja ganga til liðs við Zúista, eða eitt af hinum 44 trúfélögum landsins, þurfa að gera það fyrir miðnætti í kvöld. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóðkirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækkun starfsmanna. 9. nóvember 2015 05:00 Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
45 trúfélög eru skráð á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá Íslands og fá þau greiddan fjárstyrk frá ríkinu sem nemur tæpum ellefu þúsund krónum á hvern meðlim, miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs. Félag Zúista á Íslandi var stofnað fyrir tveimur árum en var óvirkt og hafði einungis þrjá meðlimi, þar til í haust þegar nýir menn tóku yfir félagið og hófu trúboð. Zúistar hófu trúboð um miðjan nóvember og á rétt rúmum tveimur vikum hefur meðlimum fjölgað um ríflega þúsund. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands í dag eru nú 1124 meðlimir skráðir í félagið. Það þýðir að zúistar eru á örskömmum tíma orðnir áttunda stærsta trúfélag landsins og sem dæmi fjölmennari en múslimar á Íslandi, sem eru samtals rúmlega 800 í báðum félögum. Félag Zúista er einnig orðið fjölmennara en Búddistafélag Íslands, Vottar Jehóva og meðlimir Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þeir eru rétt tæplega jafnfjölmannir Siðmennt, sem er þó ekki trúfélag heldur lífsskoðunarfélag.Úrelt og ósanngjarnt kerfi Samkvæmt Arnóri Bjarka Svarfdal Arnarsyni, siðameistara Zúista á Íslandi, má allt eins búast við því að zúistar verði áberandi í trúariðkun sinni. „Við bjóðum upp á athafnir og við höldum reglulega hittinga. Svo ef við fáum nógu marga í félagið, þá eigum við rétt á að fá lóð og ef við fáum lóð, þá viljum við byggja píramída." Helsta markmið með stofnun félagsins zúista er þó ekki að byggja píramída, heldur að vekja athygli á því að sóknarnefndarkerfið svo nefnda sé bæði úrelt og ósanngjarnt. „Við styðjum í einu og öllu rétt fólks til að iðka sína trú og tilheyra trúfélögum. En við viljum bara ekki að það þurfi að fara í gegnum ríkið og ríkið þurfi að halda trúfélögunum uppi," segir Arnór Bjarki og bætir við að trúariðkun fólks ætti að vera ríkinu óviðkomandi enda persónulegri en svo að það varði ríkið nokkuð.330 milljónir króna í skatta Samkvæmt Þjóðskrá standa rúmlega fimmtán þúsund greiðendur sóknargjalda utan trúfélaga og rúm sautján þúsund til viðbótar eru skráðir ótilgreindir. Samtals greiðir þetta fólk um 330 milljónir króna í raun aukalega í skatt á næsta ári í formi sóknargjalda, án þess að njóta þeirra. Zúistar á Íslandi líta svo á að í núverandi kerfi njóti trú- og lífsskoðunarfélög margvíslegra forréttinda, m.a. í formi fjárstyrkja frá ríkinu og afsláttar opinberum gjöldum. Stjórn Zúista vill því að sérstök lög um trú- og lífskoðunarfélög verði felld úr gildi svo að um þau gildi sömu lög og um önnur félagasamtök.Leggja félagið niður þegar markmiðinu er náð Félag Zúista ætlar að endurgreiða sínum meðlimum sóknargjöldin, en framlög sem ekki eru sótt munu renna til góðgerðarmála. Fram kemur á vef félagsins að endurskoðandi muni sjá um að úthluta þeim fjármunum sem verða eftir í lok árs til einhvers góðgerðarfélags. Enginn félagsmaður Zúista fær greidd laun og hefur stjórn félagsins ekki aðgang að fjármunum þess. „Takist okkur að koma því í kring að trúfélagaskráningin verði leyst upp, sóknargjaldakerfið lagt niður og öll forréttindi til trúfélaga verði afnumin, þá leggjum við okkur sjálf niður. Þá ætlum við að hætta," segir Arnór Bjarki. Fresturinn til að breyta trúfélagaskráningu sinni fyrir greiðslu sóknargjalda næsta árs er til fyrsta desember, svo þeir sem vilja ganga til liðs við Zúista, eða eitt af hinum 44 trúfélögum landsins, þurfa að gera það fyrir miðnætti í kvöld.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóðkirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækkun starfsmanna. 9. nóvember 2015 05:00 Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Um 175 milljónir af félagsgjöldum meðlima Þjóðkirkjunnar voru nýttar til á biskupstofu og í laun presta án lagaheimildar sagði séra Geir Waage á Kirkjuþingi. Var gert til að koma í veg fyrir fækkun starfsmanna. 9. nóvember 2015 05:00
Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25