Einstakt ár Hrafnhildar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2015 06:00 Hrafnhildur er hér einbeitt á svip að búa sig til keppni á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ásvallalaug. Fréttablaðið/Anton Árið 2015 hefur verið frábært fyrir íslenskar sundkonur. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa stimplað sig rækilega inn á alþjóðavísu og geta bætt um enn betur áður en árið er úti. Eygló verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fer fram í Ísrael í byrjun næsta mánaðar en báðar keppa svo í „Duel in the Pool“ – nokkurs konar Ryder-keppni sundsins – þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi í Indianapolis. Uppgangur Hrafnhildar á árinu hefur verið eftirtektarverður. Hrafnhildur, sem varð 24 ára í sumar, stórbætti sig í bæði bringusundi og fjórsundi jafnt og þétt allt árið. Alls urðu Íslandsmetin hennar 20 talsins – þar af fjórtán ný Íslandsmet í einstaklingsgreinum. Stóru áfangar ársins er að verða fyrsta íslenska konan sem syndir til úrslita á HM í 50 m laug og annar íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló varð fyrst til þess í mars á þessu ári. Svo kom Íslandsmeistaramótið í 25 m laug um síðustu helgi þar sem Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þremur fjórsundsgreinunum sem og 100 m bringusundi. Þá jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi. Þetta gerði hún þrátt fyrir að vera ekki komin með fullan hraða að eigin sögn þar sem hún er að miða við að toppa í Indianapolis um miðjan næsta mánuð. Jacky Pellerin er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé afar ánægður með framgöngu Hrafnhildar á árinu. Miklu máli skiptir að hún hafi nú lokið keppnisferli sínum með háskóla sínum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvelur reyndar enn en æfir þess í stað með úrvalshópi sundmanna, sem stefna á að ná langt á leikunum í Ríó næsta sumar. „Hún fékk við skiptin nýjan þjálfara og hún hefur náð betra sambandi við hann. Undir hans leiðsögn hefur hún styrkt sig mikið enda sér maður á henni að hún er bæði í betra líkamlegu formi og með meira sjálfstraust,“ segir Pellerin. Sjálf hefur Hrafnhildur sagt að hún viti ekki hvað taki við hjá sér eftir leikana í Ríó en Pellerin grunar að það gæti orðið hennar síðasta alþjóðlega stórmót. „Kannski er það rangt hjá mér en það er það sem mig grunar miðað við það sem ég hef sjálfur heyrt frá henni. En kannski hættir hún við að hætta.“ Hann segir augljóst að bætingarnar á árinu og ekki síst núna á ÍM 25 í nóvember megi rekja til þess að henni líði vel í sínu umhverfi. „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Það verður allt mun auðveldara þegar allt er jákvætt í kringum mann og manni líður vel. Það hefur mjög mikið að segja.“ Miðað við velgengni íslenskra sundkvenna á árinu sem er að líða er góðs að vænta á næsta ári, þar sem hápunkturinn verður sundkeppnin á Ólympíuleikunum í Ríó. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sjá meira
Árið 2015 hefur verið frábært fyrir íslenskar sundkonur. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa stimplað sig rækilega inn á alþjóðavísu og geta bætt um enn betur áður en árið er úti. Eygló verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fer fram í Ísrael í byrjun næsta mánaðar en báðar keppa svo í „Duel in the Pool“ – nokkurs konar Ryder-keppni sundsins – þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi í Indianapolis. Uppgangur Hrafnhildar á árinu hefur verið eftirtektarverður. Hrafnhildur, sem varð 24 ára í sumar, stórbætti sig í bæði bringusundi og fjórsundi jafnt og þétt allt árið. Alls urðu Íslandsmetin hennar 20 talsins – þar af fjórtán ný Íslandsmet í einstaklingsgreinum. Stóru áfangar ársins er að verða fyrsta íslenska konan sem syndir til úrslita á HM í 50 m laug og annar íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló varð fyrst til þess í mars á þessu ári. Svo kom Íslandsmeistaramótið í 25 m laug um síðustu helgi þar sem Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þremur fjórsundsgreinunum sem og 100 m bringusundi. Þá jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi. Þetta gerði hún þrátt fyrir að vera ekki komin með fullan hraða að eigin sögn þar sem hún er að miða við að toppa í Indianapolis um miðjan næsta mánuð. Jacky Pellerin er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé afar ánægður með framgöngu Hrafnhildar á árinu. Miklu máli skiptir að hún hafi nú lokið keppnisferli sínum með háskóla sínum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvelur reyndar enn en æfir þess í stað með úrvalshópi sundmanna, sem stefna á að ná langt á leikunum í Ríó næsta sumar. „Hún fékk við skiptin nýjan þjálfara og hún hefur náð betra sambandi við hann. Undir hans leiðsögn hefur hún styrkt sig mikið enda sér maður á henni að hún er bæði í betra líkamlegu formi og með meira sjálfstraust,“ segir Pellerin. Sjálf hefur Hrafnhildur sagt að hún viti ekki hvað taki við hjá sér eftir leikana í Ríó en Pellerin grunar að það gæti orðið hennar síðasta alþjóðlega stórmót. „Kannski er það rangt hjá mér en það er það sem mig grunar miðað við það sem ég hef sjálfur heyrt frá henni. En kannski hættir hún við að hætta.“ Hann segir augljóst að bætingarnar á árinu og ekki síst núna á ÍM 25 í nóvember megi rekja til þess að henni líði vel í sínu umhverfi. „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Það verður allt mun auðveldara þegar allt er jákvætt í kringum mann og manni líður vel. Það hefur mjög mikið að segja.“ Miðað við velgengni íslenskra sundkvenna á árinu sem er að líða er góðs að vænta á næsta ári, þar sem hápunkturinn verður sundkeppnin á Ólympíuleikunum í Ríó.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn