Á mála hjá sama fyrirtæki og Elvis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2015 08:00 Biggi Hilmars hefur samið við Imagem og getur nú einbeitt sér betur að tónlistinni, að eigin sögn. Vísir/GVA Þetta er góður samningur. Ég er alveg í skýjunum,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars. Hann var að ljúka við að skrifa undir samning við breska tónlistarforleggjarann Imagem. Fyrirtækið er gríðarstórt og sérhæfir sig í svokallaðri óháðri tónlist. Meðal listamanna og hljómsveita sem eru á mála hjá Imagem eru Daft Punk, Boombay Bicycle Club, Pink Floyd, Stravinsky, Steve Reich og Elvis Presley, svo eitthvað sé nefnt. „Samningurinn veitir mér frelsi til þess að einbeita mér betur að sköpuninni,“ segir Biggi. Imagem mun dreifa tónlist hans og koma henni á framfæri í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann hefur verið iðinn við kolann á því sviði og lauk nýverið vinnslu við tónlist á kvikmyndinni Beeba Boys, sem er stærsta alþjóðlega myndin sem Biggi hefur samið tónlist fyrir.Hefur alltaf verið skipulagður Biggi, sem áður var í sveitinni Ampop, flutti heim til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Áður hafði fjölskyldan búið í London, þar sem hann starfaði. „Ég hef alltaf reynt að vera skipulagður og búið til plötur úr þeim listrænu verkefnum sem ég vinn að hverju sinni og gefið þær út eftir fremsta megni. Þannig hef í gegnum árin safnað miklu efni, sem er nú orðið mikils virði og í raun ástæðan fyrir þessu samstarfi,“ útskýrir hann. Hann segir að ekki sé um eiginlegan útgáfusamning að ræða. „Nei, þeir halda í raun bara utan um öll mín mál og kynna mig um allan heim og skapa fyrir mig verkefni. Þetta er svolítið eins og ég sé kominn með gott, stórt, heimili. Ég þarf ekki lengur að djöflast í öllu sjálfur og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót, eins og gengur og gerist í þessum harða bransa. En samningurinn er líka frábær að því leyti að hann er ekkert hamlandi. Ég get unnið með þeim sem ég vil vinna með. Þeir munu svo nýta sér sínar boðleiðir til að koma mér á framfæri og munu svo veita mér ráðgjöf og fara yfir mín mál með mér á fundum, en ég fer til Lundúna og hitti þá reglulega,“ útskýrir Biggi.Allt svolítið kvikmyndalegt Þegar Biggi er beðinn um að lýsa eigin tónlist vefst honum svolítið tunga um tönn. „Þetta er melódísk og minimalísk músík, með poppáhrifum, eða ég veit það ekki. Það er alltaf erfiðast að lýsa þessu sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann segist reyna að halda áfram út frá því sem hann og félagar hans í Ampop gerðu á sínum tíma. „Þar vorum við að blanda saman ólíkum hljóðheimum. Og ég hef tekið það í aðrar víddir, ef svo má segja. Ég hef mikið samið fyrir kvikmyndir og er því með nokkuð klassíska þekkingu á tónlist, ef svo má segja. Og ég blanda því saman við hefðbundnar „pop“ útsetningar, það er svolítið mín rödd. En allt sem ég geri er svolítið kvikmyndalegt,“ útskýrir hann.Vill rækta heimahagann Biggi segir einn helsta kostinn við samninginn vera að hann getur valið sér samstarfsfólk. Hann vill vinna með fólki hér á landi. „Ég er til dæmis að skoða samstarf með íslenskum kvikmyndaframleiðendum sem stendur. Mig langar líka að gefa út plötu á næsta ári og er búinn að semja nokkur ný lög sem ég stefni á að taka upp og gefa út á næstunni.“ Biggi kann vel við sig hér á landi, eftir langa fjarveru. „Við fjölskyldan erum búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Ég hef afdrep uppi í Kjós þar sem ég skapa og ver tíma með fjölskyldunni. Það er ákaflega indælt. Maður lærir að meta að vera hér í örygginu og friðsældinni, þegar maður sér hvernig ástandið er í heiminum í dag. Eina sem maður á erfitt með að venjast eru þessar sífelldu breytingar á veðrinu, en þær gera mann að þeim sem maður er og hafa eflaust áhrif á tónlistina mína líka,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Þetta er góður samningur. Ég er alveg í skýjunum,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars. Hann var að ljúka við að skrifa undir samning við breska tónlistarforleggjarann Imagem. Fyrirtækið er gríðarstórt og sérhæfir sig í svokallaðri óháðri tónlist. Meðal listamanna og hljómsveita sem eru á mála hjá Imagem eru Daft Punk, Boombay Bicycle Club, Pink Floyd, Stravinsky, Steve Reich og Elvis Presley, svo eitthvað sé nefnt. „Samningurinn veitir mér frelsi til þess að einbeita mér betur að sköpuninni,“ segir Biggi. Imagem mun dreifa tónlist hans og koma henni á framfæri í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann hefur verið iðinn við kolann á því sviði og lauk nýverið vinnslu við tónlist á kvikmyndinni Beeba Boys, sem er stærsta alþjóðlega myndin sem Biggi hefur samið tónlist fyrir.Hefur alltaf verið skipulagður Biggi, sem áður var í sveitinni Ampop, flutti heim til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Áður hafði fjölskyldan búið í London, þar sem hann starfaði. „Ég hef alltaf reynt að vera skipulagður og búið til plötur úr þeim listrænu verkefnum sem ég vinn að hverju sinni og gefið þær út eftir fremsta megni. Þannig hef í gegnum árin safnað miklu efni, sem er nú orðið mikils virði og í raun ástæðan fyrir þessu samstarfi,“ útskýrir hann. Hann segir að ekki sé um eiginlegan útgáfusamning að ræða. „Nei, þeir halda í raun bara utan um öll mín mál og kynna mig um allan heim og skapa fyrir mig verkefni. Þetta er svolítið eins og ég sé kominn með gott, stórt, heimili. Ég þarf ekki lengur að djöflast í öllu sjálfur og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót, eins og gengur og gerist í þessum harða bransa. En samningurinn er líka frábær að því leyti að hann er ekkert hamlandi. Ég get unnið með þeim sem ég vil vinna með. Þeir munu svo nýta sér sínar boðleiðir til að koma mér á framfæri og munu svo veita mér ráðgjöf og fara yfir mín mál með mér á fundum, en ég fer til Lundúna og hitti þá reglulega,“ útskýrir Biggi.Allt svolítið kvikmyndalegt Þegar Biggi er beðinn um að lýsa eigin tónlist vefst honum svolítið tunga um tönn. „Þetta er melódísk og minimalísk músík, með poppáhrifum, eða ég veit það ekki. Það er alltaf erfiðast að lýsa þessu sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann segist reyna að halda áfram út frá því sem hann og félagar hans í Ampop gerðu á sínum tíma. „Þar vorum við að blanda saman ólíkum hljóðheimum. Og ég hef tekið það í aðrar víddir, ef svo má segja. Ég hef mikið samið fyrir kvikmyndir og er því með nokkuð klassíska þekkingu á tónlist, ef svo má segja. Og ég blanda því saman við hefðbundnar „pop“ útsetningar, það er svolítið mín rödd. En allt sem ég geri er svolítið kvikmyndalegt,“ útskýrir hann.Vill rækta heimahagann Biggi segir einn helsta kostinn við samninginn vera að hann getur valið sér samstarfsfólk. Hann vill vinna með fólki hér á landi. „Ég er til dæmis að skoða samstarf með íslenskum kvikmyndaframleiðendum sem stendur. Mig langar líka að gefa út plötu á næsta ári og er búinn að semja nokkur ný lög sem ég stefni á að taka upp og gefa út á næstunni.“ Biggi kann vel við sig hér á landi, eftir langa fjarveru. „Við fjölskyldan erum búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Ég hef afdrep uppi í Kjós þar sem ég skapa og ver tíma með fjölskyldunni. Það er ákaflega indælt. Maður lærir að meta að vera hér í örygginu og friðsældinni, þegar maður sér hvernig ástandið er í heiminum í dag. Eina sem maður á erfitt með að venjast eru þessar sífelldu breytingar á veðrinu, en þær gera mann að þeim sem maður er og hafa eflaust áhrif á tónlistina mína líka,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira