Aðildarríki ESB hafa komist að samkomulagi um að herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið.
AFP greinir frá því að innanríkisráðherrar aðildaríkjanna hafi ákveðið að hert eftirlit nái einnig til ríkisborgara ESB-ríkja.
Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB voru boðaðir til neyðarfundar í Brussel þar sem eftirlit á ytri landamærum Evrópusambandsins var helst til umræðu.
Boðað var til fundarins í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París fyrir viku.
