Bergþóra hlaut Indriðaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2015 17:30 Bergþóra Guðnadóttir má sjá hér til vinstri. vísir Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á Uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku og eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Markmið verðlaunanna er að veita framúrskarandi fatahönnuði viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Í ár valdi dómnefnd þann sem þótti skara fram úr á árunum 2013-2015. Dómnefndina skipuðu þau Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Eyjólfur Pálsson, stofnandi EPAL, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Katrín Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Linda Björg Árnadóttir, lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að sú sem að verðlaunin skyldi hljóta árið 2015 væri Bergþóra Guðnadóttir fyrir hönnun sína á fatamerkinu Farmers Market.Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd. Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á Uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku og eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Markmið verðlaunanna er að veita framúrskarandi fatahönnuði viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Í ár valdi dómnefnd þann sem þótti skara fram úr á árunum 2013-2015. Dómnefndina skipuðu þau Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Eyjólfur Pálsson, stofnandi EPAL, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Katrín Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Linda Björg Árnadóttir, lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að sú sem að verðlaunin skyldi hljóta árið 2015 væri Bergþóra Guðnadóttir fyrir hönnun sína á fatamerkinu Farmers Market.Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd.
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira