Innlent

Boðar 400 auka milljónir í löggæslu á næsta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, greindi frá viðbótarframlagi á Facebook.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, greindi frá viðbótarframlagi á Facebook. Vísir/Daníel
Fjögur hundruð króna viðbótarframlag til lögreglumála verður sett inn í fjárlagafrumvarpið fyrir aðra umræðu þess. Frá þessu greinir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, á Facebook-síðu sinni. 

Þar segir hún að framsóknarmenn hafi alltaf staðið með lögreglunni í landinu sem einum af grunnstoðum samfélagsins. Því sé það mikið gleðiefni að þessir fjármunir verði látnir í eflingu almennrar löggæslu í landinu fyrir næsta ár. 

Fram kom í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra í haust að lögreglan teldi sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. 

Í skýrslunni var einnig vitnað í að við vinnslu hennar hafi komið fram það almenna mat lögreglunnar að hún væri ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna áðurnefndra þátta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×