Formaður VM segir einfalt að leysa kjaradeilu í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 13:01 Guðmundur Ragnarsson segir einfalt að ná samningum í Straumsvík enda kröfurnar svipaðar og samið hafi verið um annars staðar í þjóðfélaginu. vísir/anton brink Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira