Annað að spila á móti þessum þjóðum en á Smáþjóðaleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 06:00 Helena Sverrisdóttir skoraði 1000. stigið sitt fyrir landsliðið um helgina. vísir/stefán Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira