Pútín opnar á nánara samstarf með Bandaríkjunum gegn ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 20:57 Putin og Hollande voru bara nokkuð sprækir á fundi sínum fyrr í kvöld. Vísir/Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15
Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00
Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33
Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52