Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Valbuena og Cisse. Vísir/Samsett mynd/Getty Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon og franska landsliðsins, tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgun sem hann var beittur í sumar í viðtali við Le Monde í dag. Eins og fjallað hefur verið um kærði Valbuena fjárkúgun sem hann varð fyrir í tengslum við kynlífsmyndband af honum. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og samherji hans í landsliðinu, flæktist svo inn í málið.Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út Benzema var handtekinn eftir að hafa blandað sér í málið sem milliliður og hvatt Valbuena til að hitta vin sinn út af þessu máli. Benzema á eftir að fara fyrir dómara vegna málsins og gæti fengið refsingu. „Innst inni finnst mér enn skrýtið að hann vildi að ég hitti þessa manneskju. Hann krafðist þess,“ sagði Valbuena í viðtalinu. „Þetta voru mér mikil vonbrigði.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Valbuena segir mögulegt að myndbandinu hafi verið stolið af símanum hans þegar hann bað vin sinn um að aðstoða sig með símann. Hann segir að hann hafi fyrst heyrt um að myndbandið væri í dreifingu þegar Djibril Cisse, annar knattspyrnumaður, setti sig í samband við hann í maí árið 2015 og varaði hann við. Valbuena segir þó að Cisse tengist málinu ekki á annan hátt heldur að hann hafi aðeins viljað vara hann við. Hann fékk svo símtal frá ónefndum aðila í júní þar sem honum var hótað. Þá fór Valbuena með málið strax til lögreglunnar. Benzema var handtekinn af lögreglu.Vísir/Getty Bað mig að hitta vin sinn Málið var svo til rannsóknar hjá lögreglunni næstu vikur og mánuði. Þegar Valbuena fór til hennar í byrjun síðasta mánaðar, skömmu fyrir æfingu hjá franska landsliðinu, fékk hann þau skilaboð frá lögreglunni að mögulega myndi einhver liðsfélaga hans ræða við hann um myndbandið. Það varð raunin þegar Karim Benzema steig fram. „Hann biður mig um að hitta vin sinn sem hann segir að sé afar traustur. Hann geti komið því í kring fyrir mig,“ segir Valbuena í viðtalinu.Sjá einnig: Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Lögreglan í Frakklandi mun hafa hlerað símtöl hjá Benzema þar sem fram kemur að hann viti meira um málið en hann hefur viljað gefa upp, enda hefur Benzema haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki heimskur. Ég þakkaði honum fyrir að vara mig við en ég veit vel að hann var ekki að krefjast þess að ég myndi hitta einhvern ókunnugan aðila út af engu,“ segir hann. Benzema og Valbuena fagna marki í landsleik.Vísir/Getty Skil þetta mætaval Valbuena segir að Benzema hafi aldrei rætt um peninga eða neitt slíkt. „En þegar hann krefst þess ítrekað að ég hitti þennan vin hans - ég er ekki heimskur. Ég er 31 árs. Ég skil þetta mætavel.“ „Þetta er svo mikil vanvirðing. Það er ekki hægt að haga sér svona. Þrátt fyrir að Karim hafi aldrei talað um peninga þá er ljóst að ég er ekki að hitta þennan mann út af engu.“ Enn fremur segir Valbuena að hann geti þrátt fyrir allt ímyndað sér að spila aftur með Benzema í franska landsliðinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30 Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45 Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00 Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon og franska landsliðsins, tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgun sem hann var beittur í sumar í viðtali við Le Monde í dag. Eins og fjallað hefur verið um kærði Valbuena fjárkúgun sem hann varð fyrir í tengslum við kynlífsmyndband af honum. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og samherji hans í landsliðinu, flæktist svo inn í málið.Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út Benzema var handtekinn eftir að hafa blandað sér í málið sem milliliður og hvatt Valbuena til að hitta vin sinn út af þessu máli. Benzema á eftir að fara fyrir dómara vegna málsins og gæti fengið refsingu. „Innst inni finnst mér enn skrýtið að hann vildi að ég hitti þessa manneskju. Hann krafðist þess,“ sagði Valbuena í viðtalinu. „Þetta voru mér mikil vonbrigði.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Valbuena segir mögulegt að myndbandinu hafi verið stolið af símanum hans þegar hann bað vin sinn um að aðstoða sig með símann. Hann segir að hann hafi fyrst heyrt um að myndbandið væri í dreifingu þegar Djibril Cisse, annar knattspyrnumaður, setti sig í samband við hann í maí árið 2015 og varaði hann við. Valbuena segir þó að Cisse tengist málinu ekki á annan hátt heldur að hann hafi aðeins viljað vara hann við. Hann fékk svo símtal frá ónefndum aðila í júní þar sem honum var hótað. Þá fór Valbuena með málið strax til lögreglunnar. Benzema var handtekinn af lögreglu.Vísir/Getty Bað mig að hitta vin sinn Málið var svo til rannsóknar hjá lögreglunni næstu vikur og mánuði. Þegar Valbuena fór til hennar í byrjun síðasta mánaðar, skömmu fyrir æfingu hjá franska landsliðinu, fékk hann þau skilaboð frá lögreglunni að mögulega myndi einhver liðsfélaga hans ræða við hann um myndbandið. Það varð raunin þegar Karim Benzema steig fram. „Hann biður mig um að hitta vin sinn sem hann segir að sé afar traustur. Hann geti komið því í kring fyrir mig,“ segir Valbuena í viðtalinu.Sjá einnig: Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Lögreglan í Frakklandi mun hafa hlerað símtöl hjá Benzema þar sem fram kemur að hann viti meira um málið en hann hefur viljað gefa upp, enda hefur Benzema haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki heimskur. Ég þakkaði honum fyrir að vara mig við en ég veit vel að hann var ekki að krefjast þess að ég myndi hitta einhvern ókunnugan aðila út af engu,“ segir hann. Benzema og Valbuena fagna marki í landsleik.Vísir/Getty Skil þetta mætaval Valbuena segir að Benzema hafi aldrei rætt um peninga eða neitt slíkt. „En þegar hann krefst þess ítrekað að ég hitti þennan vin hans - ég er ekki heimskur. Ég er 31 árs. Ég skil þetta mætavel.“ „Þetta er svo mikil vanvirðing. Það er ekki hægt að haga sér svona. Þrátt fyrir að Karim hafi aldrei talað um peninga þá er ljóst að ég er ekki að hitta þennan mann út af engu.“ Enn fremur segir Valbuena að hann geti þrátt fyrir allt ímyndað sér að spila aftur með Benzema í franska landsliðinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30 Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45 Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00 Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30
Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45
Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00
Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51
Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15