Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2015 20:00 15 af 24 nýjum olíusvæðum, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, standa ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. Þrátt fyrir það stefnir í að nýfjárfestingar í ár og á næsta ári verði með þeim mestu í sögu norska olíuiðnaðarins. Áætlað er að 25 þúsund manns hafi misst vinnuna í Noregi eftir að olíuverð féll úr yfir eitthundrað dollurum fyrir tunnuna og niður fyrir fimmtíu dollara. Og spáð er fleiri uppsögnum. Norska viðskiptaritið E24 hefur birt sláandi úttekt þar sem niðurstaðan er sú að lágt olíuverð ógni nú 15 af þeim 24 nýju olíu- og gasvinnslusvæðum sem áformað er að byggja upp. Því rauðari sem liturinn er, því lengra er í að vinnsla geti borgað sig.Kort yfir fyrirhuguð vinnslusvæði og möguleika þeirra miðað við 47 dollara olíuverð, eins og það var í dag. Stærsta olíulindin, Johan Sverdrup, er 6-7 dollurum yfir jafnvægisverði.Kort/E24.Svæði sem kallast Lér konungur þarf þannig 95 dollara olíuverð, - vantar 47 dollara verðhækkun til að standa undir sér, og Johan Castberg í Barentshafi vantar 20 dollara verðhækkun, - þarf 67 dollara lágmarksverð. Af grænu svæðunum eru nokkur sem þola allt niður undir 20 dollara olíuverð, eins og Gullfaxi og Ásgarður, en risalindin Johan Sverdrup, bjartasta von Norðmanna næstu hálfa öld, er talin þola 41 dollars olíuverð, - gæti enn þolað sex dollara verðlækkun.Áform um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi rætast vart, miðað við núverandi olíuverð. Henni er ætlað að þjóna Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi, sem talið er þurfa 67 dollara olíuverð.Teikning/Statoil.En þrátt fyrir verðhrun virðist svartnætti ekki framundan í norska olíugeiranum, nýfjárfestingar hafa reynst meiri en búist var við. Hagstofa Noregs spáir því að fjárfestingar á þessu ári verði þær þriðju mestu í sögu norska olíugeirans og að næsta ár verði fjórða mesta fjárfestingaárið.Thina Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.Eftir góðæri í áratug telja hagfræðingar hins vegar mikið svigrúm til hagræðingar. Thina Saltvedt, sérfræðingur Nordea bankans, segir olíubransann hafa spreðað peningum eins og drukknir sjómenn og hækkað laun upp úr öllu valdi. Hún varaði við því fyrir helgi að það þyrfti að skera ennþá meira niður. Verðlækkun olíu væri komin til með að vera. Hún tók þó fram að Norðmenn hefðu tækifæri til að halda sterkri stöðu í alþjóðlegri samkeppni. Og þrátt fyrir allt heldur Noregur enn stöðu sinni á toppnum, níunda árið í röð, í alþjóðlegum mælingum sem það land sem býður upp á bestu lífskjör í heimi. Bensín og olía Noregur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
15 af 24 nýjum olíusvæðum, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, standa ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. Þrátt fyrir það stefnir í að nýfjárfestingar í ár og á næsta ári verði með þeim mestu í sögu norska olíuiðnaðarins. Áætlað er að 25 þúsund manns hafi misst vinnuna í Noregi eftir að olíuverð féll úr yfir eitthundrað dollurum fyrir tunnuna og niður fyrir fimmtíu dollara. Og spáð er fleiri uppsögnum. Norska viðskiptaritið E24 hefur birt sláandi úttekt þar sem niðurstaðan er sú að lágt olíuverð ógni nú 15 af þeim 24 nýju olíu- og gasvinnslusvæðum sem áformað er að byggja upp. Því rauðari sem liturinn er, því lengra er í að vinnsla geti borgað sig.Kort yfir fyrirhuguð vinnslusvæði og möguleika þeirra miðað við 47 dollara olíuverð, eins og það var í dag. Stærsta olíulindin, Johan Sverdrup, er 6-7 dollurum yfir jafnvægisverði.Kort/E24.Svæði sem kallast Lér konungur þarf þannig 95 dollara olíuverð, - vantar 47 dollara verðhækkun til að standa undir sér, og Johan Castberg í Barentshafi vantar 20 dollara verðhækkun, - þarf 67 dollara lágmarksverð. Af grænu svæðunum eru nokkur sem þola allt niður undir 20 dollara olíuverð, eins og Gullfaxi og Ásgarður, en risalindin Johan Sverdrup, bjartasta von Norðmanna næstu hálfa öld, er talin þola 41 dollars olíuverð, - gæti enn þolað sex dollara verðlækkun.Áform um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi rætast vart, miðað við núverandi olíuverð. Henni er ætlað að þjóna Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi, sem talið er þurfa 67 dollara olíuverð.Teikning/Statoil.En þrátt fyrir verðhrun virðist svartnætti ekki framundan í norska olíugeiranum, nýfjárfestingar hafa reynst meiri en búist var við. Hagstofa Noregs spáir því að fjárfestingar á þessu ári verði þær þriðju mestu í sögu norska olíugeirans og að næsta ár verði fjórða mesta fjárfestingaárið.Thina Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.Eftir góðæri í áratug telja hagfræðingar hins vegar mikið svigrúm til hagræðingar. Thina Saltvedt, sérfræðingur Nordea bankans, segir olíubransann hafa spreðað peningum eins og drukknir sjómenn og hækkað laun upp úr öllu valdi. Hún varaði við því fyrir helgi að það þyrfti að skera ennþá meira niður. Verðlækkun olíu væri komin til með að vera. Hún tók þó fram að Norðmenn hefðu tækifæri til að halda sterkri stöðu í alþjóðlegri samkeppni. Og þrátt fyrir allt heldur Noregur enn stöðu sinni á toppnum, níunda árið í röð, í alþjóðlegum mælingum sem það land sem býður upp á bestu lífskjör í heimi.
Bensín og olía Noregur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira