Fylgist með uppgangi öfgahópa á Íslandi 11. nóvember 2015 07:00 Eyrún segir hatursglæpi í miklum mæli hafa beinst gegnt samkynhneigðum og transfólki í Evrópu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir Hinsegin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
„Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir
Hinsegin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira