Sporin hræða stjórnarmaðurinn skrifar 11. nóvember 2015 08:00 vísir Seðlabankinn staðfesti fyrir nokkru að framlög kröfuhafa bankanna þriggja til ríkisins uppfylltu stöðugleikaskilyrðin svokölluðu. Fyrirliggjandi drög væru ekki til þess fallin að stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, og því óhætt að ganga til nauðasamninga og veita nauðsynlega undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Alla jafna væru þetta ágæt tíðindi og risaáfangi í úrlausn mála hér á landi eftir hrun. Þótt fyrr hefði verið. Stærstu tíðindin á lokasprettinum eru þó sennilega sú ákvörðun kröfuhafa Glitnis að láta af hendi 95 prósenta eignarhlut sinn í Íslandsbanka. Hluturinn fellur þá til ríkisins og hafa forystumenn í ríkisstjórn lýst því yfir að farsælast sé að einkavæða bankann sem fyrst. Hvernig ætli standi nú á því að kröfuhafarnir láti nú bankann sjálfviljugir í hendur ríkisins? Í júní á þessu ári gekk einn hérlendur fjölmiðill svo langt að fullyrða að kaupandi frá Kína eða Mið-Austurlöndum yrði kynntur til leiks í „næstu viku“. Vika er langur tími í viðskiptum. En ekki svona langur. Nærtækasta skýringin er sú að mistekist hafi að finna alþjóðlegan kaupanda að bankanum. Kröfuhafarnir hafa því talið að best væri að nota hann sem skiptimynt til að koma fé sínu úr landi. Hægt er að ganga út frá því vísu að kröfuhafahópurinn hefur betra aðgengi að alþjóðlegu fjármagni og meiri tengsl en íslenska ríkið. Því er ástæða til að óttast um söluferlið í höndum ríkisins. Erlendur áhugi virðist ekki fyrir hendi, og hópur mögulegra kaupenda þeim mun þrengri. Þegar við bætast tíðindi af þreifingum kunnuglegra nafna á kaupum á Arion banka er ekki laust við að hugurinn reiki. Vonandi berum við gæfu til að vanda til verka. Ekki er ástæða til yfirmáta bjartsýni sé mið tekið af síðasta einkavæðingarferli. Stóryrði um erlenda fjárfesta með reynslu af bankastarfsemi reyndust innihaldslaus með öllu. Er því nema von að sporin hræði?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur Sjá meira
Seðlabankinn staðfesti fyrir nokkru að framlög kröfuhafa bankanna þriggja til ríkisins uppfylltu stöðugleikaskilyrðin svokölluðu. Fyrirliggjandi drög væru ekki til þess fallin að stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, og því óhætt að ganga til nauðasamninga og veita nauðsynlega undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Alla jafna væru þetta ágæt tíðindi og risaáfangi í úrlausn mála hér á landi eftir hrun. Þótt fyrr hefði verið. Stærstu tíðindin á lokasprettinum eru þó sennilega sú ákvörðun kröfuhafa Glitnis að láta af hendi 95 prósenta eignarhlut sinn í Íslandsbanka. Hluturinn fellur þá til ríkisins og hafa forystumenn í ríkisstjórn lýst því yfir að farsælast sé að einkavæða bankann sem fyrst. Hvernig ætli standi nú á því að kröfuhafarnir láti nú bankann sjálfviljugir í hendur ríkisins? Í júní á þessu ári gekk einn hérlendur fjölmiðill svo langt að fullyrða að kaupandi frá Kína eða Mið-Austurlöndum yrði kynntur til leiks í „næstu viku“. Vika er langur tími í viðskiptum. En ekki svona langur. Nærtækasta skýringin er sú að mistekist hafi að finna alþjóðlegan kaupanda að bankanum. Kröfuhafarnir hafa því talið að best væri að nota hann sem skiptimynt til að koma fé sínu úr landi. Hægt er að ganga út frá því vísu að kröfuhafahópurinn hefur betra aðgengi að alþjóðlegu fjármagni og meiri tengsl en íslenska ríkið. Því er ástæða til að óttast um söluferlið í höndum ríkisins. Erlendur áhugi virðist ekki fyrir hendi, og hópur mögulegra kaupenda þeim mun þrengri. Þegar við bætast tíðindi af þreifingum kunnuglegra nafna á kaupum á Arion banka er ekki laust við að hugurinn reiki. Vonandi berum við gæfu til að vanda til verka. Ekki er ástæða til yfirmáta bjartsýni sé mið tekið af síðasta einkavæðingarferli. Stóryrði um erlenda fjárfesta með reynslu af bankastarfsemi reyndust innihaldslaus með öllu. Er því nema von að sporin hræði?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur Sjá meira