Lettinn treður sér bókstaflega inn í hjörtu stuðningsmanna Knicks | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 17:00 Kristaps Porzingis nýtir sentimetrana 221 mjög vel. vísir/getty Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis: NBA Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis:
NBA Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti