Innlent

Risa-iPad væntanlegur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Risa iPad má sjá lengst til hægri á myndinni.
Risa iPad má sjá lengst til hægri á myndinni. vísir/epa
Ný útgáfa af iPad Pro, svokallaður risa-iPad með 12,9 tommu skjá, er væntanleg til landsins í mánuðinum. Þetta staðfestir Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs hjá Macland. Spjaldtölvan verður í boði í þremur litum, silfur, gull og „space gray“ og í tveimur stærðum, 32GB og 128GB.

„Apple ræður til hvaða landa þeir senda tækin hverju sinni. Ísland er ekki partur af löndunum sem fá fyrstu sendinguna eins og er. En vonandi fáum við að fylgja með næstu löndunum. Ef ég þekki Apple rétt þá verður það í mánuðinum. Þeir hjá Apple eru snöggir að senda vöruna frá sér,“ segir Sigurður Stefán.

„Það er mikil tækni í litlu tæki og þetta er kraftmikið tæki. Þetta opnar möguleikana fyrir meiri aukahlutamarkað, þeir eru meðal annars komnir með Smart Connector á iPadinn og það verður spennandi að sjá hvað þeir gera við hann. Ég held að þetta muni taka við af fartölvunni hjá mörgum aðilum, þó ekki öllum. Tim Cook, forstjóri Apple, ferðast til dæmis einungis með iPad Pro og iPhone 6S út um allan heim, ef það er nóg fyrir hann, held ég að það sé nóg fyrir flesta,“ segir Sigurður Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×