„Verum Vigdís“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 17:30 Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Steinþór Pálsson. vísir „Verum Vigdís“ voru lokaorð Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landabankans í erindi hans á morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (Women‘s Empowerment Principles) sem 18 íslensk fyrirtæki hafa innleitt. Fundurinn var samstarf Samtaka atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð í Húsi atvinnulífsins í morgun. Steinþór ásamt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS héldu erindi um hvaða leiðir hafi verið farnar við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og hvernig stuðlað sé markvisst að jafnrétti innan þeirra fyrirtækja. Steinþór nefndi að jafnrétti snérist um menningu, hugarfar og að koma sér úr viðjum vanans. „Við í Landsbankanum tókum ákvörðun um að jafna kynjahlutföll, það er mjög auðvelt, bara spurning um að taka ákvörðunina og framkvæma hana.“ Hann nefndi dæmi um leiðir sem Landsbankinn hefur farið í við að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins líkt og viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem varða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Einnig starfar sex manna jafnréttisnefnd sem starfsfólk getur leitað til, til dæmis ef því finnst óþægilegt að leita til hefðbundinna stjórnenda eða reynt að leita til þeirra án árangurs. Stöndum okkur vel í jafnréttismálum „Við þurfum að fást við menninguna og hvað það er í samfélaginu sem mótar okkur. Núna snýst umræðan mikið um að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum, en við stöndum bara alls ekki vel. Við þurfum að gera svo miklu betur! Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi á þessu sviði, okkur vantar fleiri brautryðjendur – fleiri Vigdísir, hvort sem það eru karlar eða konur. Verum Vigdís,“ sagði Steinþór. Sigrún Ragna, forstjóri VÍS kom inn á mikilvægi þess að kynna vel og fræða alla stjórnendur reglulega um Jafnréttissáttmálann, hún taldi það vera lykilatriði við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og stefnunnar innan fyrirtækisins því þar væru ákvarðanirnar teknar. Hún tók í sama streng og Steinþór varðandi nauðsyn þess að skoða hvaða þættir í samfélaginu móti okkur og nefndi því til dæmis að byrja nógu snemma að ræða við ungar konur og stúlkur og selja þeim þá hugmynd að ákveðin tækifæri geti falist í því að sækjast í ákveðna menntun sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Stúlkur skortir gjarnan fyrirmyndir í að sækja í suma geira, eins og ýmsar iðngreinar.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA opnaði fundinn, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi kynnti Jafnréttissáttmálann og að endingu fjallaði Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, um lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu. Kröftugar umræður sköpuðust í lok fundar meðal annars um þá staðreynd að færri og færri karlar tækju fæðingarorlof, um ábyrgð einkageirans og hins opinbera varðandi vandamálið. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Verum Vigdís“ voru lokaorð Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landabankans í erindi hans á morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (Women‘s Empowerment Principles) sem 18 íslensk fyrirtæki hafa innleitt. Fundurinn var samstarf Samtaka atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð í Húsi atvinnulífsins í morgun. Steinþór ásamt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS héldu erindi um hvaða leiðir hafi verið farnar við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og hvernig stuðlað sé markvisst að jafnrétti innan þeirra fyrirtækja. Steinþór nefndi að jafnrétti snérist um menningu, hugarfar og að koma sér úr viðjum vanans. „Við í Landsbankanum tókum ákvörðun um að jafna kynjahlutföll, það er mjög auðvelt, bara spurning um að taka ákvörðunina og framkvæma hana.“ Hann nefndi dæmi um leiðir sem Landsbankinn hefur farið í við að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins líkt og viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem varða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Einnig starfar sex manna jafnréttisnefnd sem starfsfólk getur leitað til, til dæmis ef því finnst óþægilegt að leita til hefðbundinna stjórnenda eða reynt að leita til þeirra án árangurs. Stöndum okkur vel í jafnréttismálum „Við þurfum að fást við menninguna og hvað það er í samfélaginu sem mótar okkur. Núna snýst umræðan mikið um að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum, en við stöndum bara alls ekki vel. Við þurfum að gera svo miklu betur! Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi á þessu sviði, okkur vantar fleiri brautryðjendur – fleiri Vigdísir, hvort sem það eru karlar eða konur. Verum Vigdís,“ sagði Steinþór. Sigrún Ragna, forstjóri VÍS kom inn á mikilvægi þess að kynna vel og fræða alla stjórnendur reglulega um Jafnréttissáttmálann, hún taldi það vera lykilatriði við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og stefnunnar innan fyrirtækisins því þar væru ákvarðanirnar teknar. Hún tók í sama streng og Steinþór varðandi nauðsyn þess að skoða hvaða þættir í samfélaginu móti okkur og nefndi því til dæmis að byrja nógu snemma að ræða við ungar konur og stúlkur og selja þeim þá hugmynd að ákveðin tækifæri geti falist í því að sækjast í ákveðna menntun sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Stúlkur skortir gjarnan fyrirmyndir í að sækja í suma geira, eins og ýmsar iðngreinar.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA opnaði fundinn, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi kynnti Jafnréttissáttmálann og að endingu fjallaði Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, um lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu. Kröftugar umræður sköpuðust í lok fundar meðal annars um þá staðreynd að færri og færri karlar tækju fæðingarorlof, um ábyrgð einkageirans og hins opinbera varðandi vandamálið.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira