„Verum Vigdís“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 17:30 Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Steinþór Pálsson. vísir „Verum Vigdís“ voru lokaorð Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landabankans í erindi hans á morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (Women‘s Empowerment Principles) sem 18 íslensk fyrirtæki hafa innleitt. Fundurinn var samstarf Samtaka atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð í Húsi atvinnulífsins í morgun. Steinþór ásamt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS héldu erindi um hvaða leiðir hafi verið farnar við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og hvernig stuðlað sé markvisst að jafnrétti innan þeirra fyrirtækja. Steinþór nefndi að jafnrétti snérist um menningu, hugarfar og að koma sér úr viðjum vanans. „Við í Landsbankanum tókum ákvörðun um að jafna kynjahlutföll, það er mjög auðvelt, bara spurning um að taka ákvörðunina og framkvæma hana.“ Hann nefndi dæmi um leiðir sem Landsbankinn hefur farið í við að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins líkt og viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem varða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Einnig starfar sex manna jafnréttisnefnd sem starfsfólk getur leitað til, til dæmis ef því finnst óþægilegt að leita til hefðbundinna stjórnenda eða reynt að leita til þeirra án árangurs. Stöndum okkur vel í jafnréttismálum „Við þurfum að fást við menninguna og hvað það er í samfélaginu sem mótar okkur. Núna snýst umræðan mikið um að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum, en við stöndum bara alls ekki vel. Við þurfum að gera svo miklu betur! Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi á þessu sviði, okkur vantar fleiri brautryðjendur – fleiri Vigdísir, hvort sem það eru karlar eða konur. Verum Vigdís,“ sagði Steinþór. Sigrún Ragna, forstjóri VÍS kom inn á mikilvægi þess að kynna vel og fræða alla stjórnendur reglulega um Jafnréttissáttmálann, hún taldi það vera lykilatriði við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og stefnunnar innan fyrirtækisins því þar væru ákvarðanirnar teknar. Hún tók í sama streng og Steinþór varðandi nauðsyn þess að skoða hvaða þættir í samfélaginu móti okkur og nefndi því til dæmis að byrja nógu snemma að ræða við ungar konur og stúlkur og selja þeim þá hugmynd að ákveðin tækifæri geti falist í því að sækjast í ákveðna menntun sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Stúlkur skortir gjarnan fyrirmyndir í að sækja í suma geira, eins og ýmsar iðngreinar.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA opnaði fundinn, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi kynnti Jafnréttissáttmálann og að endingu fjallaði Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, um lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu. Kröftugar umræður sköpuðust í lok fundar meðal annars um þá staðreynd að færri og færri karlar tækju fæðingarorlof, um ábyrgð einkageirans og hins opinbera varðandi vandamálið. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
„Verum Vigdís“ voru lokaorð Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landabankans í erindi hans á morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (Women‘s Empowerment Principles) sem 18 íslensk fyrirtæki hafa innleitt. Fundurinn var samstarf Samtaka atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð í Húsi atvinnulífsins í morgun. Steinþór ásamt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS héldu erindi um hvaða leiðir hafi verið farnar við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og hvernig stuðlað sé markvisst að jafnrétti innan þeirra fyrirtækja. Steinþór nefndi að jafnrétti snérist um menningu, hugarfar og að koma sér úr viðjum vanans. „Við í Landsbankanum tókum ákvörðun um að jafna kynjahlutföll, það er mjög auðvelt, bara spurning um að taka ákvörðunina og framkvæma hana.“ Hann nefndi dæmi um leiðir sem Landsbankinn hefur farið í við að stuðla að jafnrétti innan fyrirtækisins líkt og viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem varða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Einnig starfar sex manna jafnréttisnefnd sem starfsfólk getur leitað til, til dæmis ef því finnst óþægilegt að leita til hefðbundinna stjórnenda eða reynt að leita til þeirra án árangurs. Stöndum okkur vel í jafnréttismálum „Við þurfum að fást við menninguna og hvað það er í samfélaginu sem mótar okkur. Núna snýst umræðan mikið um að við stöndum okkur vel í jafnréttismálum, en við stöndum bara alls ekki vel. Við þurfum að gera svo miklu betur! Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi á þessu sviði, okkur vantar fleiri brautryðjendur – fleiri Vigdísir, hvort sem það eru karlar eða konur. Verum Vigdís,“ sagði Steinþór. Sigrún Ragna, forstjóri VÍS kom inn á mikilvægi þess að kynna vel og fræða alla stjórnendur reglulega um Jafnréttissáttmálann, hún taldi það vera lykilatriði við innleiðingu Jafnréttissáttmálans og stefnunnar innan fyrirtækisins því þar væru ákvarðanirnar teknar. Hún tók í sama streng og Steinþór varðandi nauðsyn þess að skoða hvaða þættir í samfélaginu móti okkur og nefndi því til dæmis að byrja nógu snemma að ræða við ungar konur og stúlkur og selja þeim þá hugmynd að ákveðin tækifæri geti falist í því að sækjast í ákveðna menntun sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Stúlkur skortir gjarnan fyrirmyndir í að sækja í suma geira, eins og ýmsar iðngreinar.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA opnaði fundinn, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi kynnti Jafnréttissáttmálann og að endingu fjallaði Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, um lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu. Kröftugar umræður sköpuðust í lok fundar meðal annars um þá staðreynd að færri og færri karlar tækju fæðingarorlof, um ábyrgð einkageirans og hins opinbera varðandi vandamálið.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira