Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:00 Craig Pedersen stýrir Íslandi áfram en hann kom strákunum fyrstur manna á EM. vísir/stefán Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn