Mennirnir sem létust í flugslysinu suðvestur af Hafnarfirði í gær hétu Hjalti Már Baldursson og Haukur Freyr Agnarsson. Hjalti og Haukur létu lífið þegar flugvél þeirra brotlenti í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa. Mennirnir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.
Hjalti Már var búsettur í Hafnarfirði og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Haukur Freyr var búsettur í Garðabæ, ógiftur og barnlaus.
