Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP21, mun hefjast þann 30. nóvember líkt og áætlað var. Ýmsir efuðust um að ráðstefnan yrði haldin í kjölfar árásanna sem áttu sér stað í frönsku höfuðborginni í gærkvöldi. AFP greinir frá.
„COP21 verður að fara fram,“ segir Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands. Hann bætti því hins vegar við að bætt yrði í varúðarráðstafanir vegna atburðanna.
Ráðstefnan hefst 30. nóvember og mun standa til 11. desember. Vonast er til þess að þjóðir heimsins komi sér saman um markmið til að sporna við hlýnun jarðar.

