NBA: Kobe nálægt þrennu í sigri Lakers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Kobe Bryant. Vísir/EPA Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85 NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85
NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira