Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 25-29 | Mosfellingar stóðu áhlaup FH-inga af sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 16. nóvember 2015 22:00 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Afturelding vann kærkomin tvö stig í Hafnarfirðinum í kvöld er Mosfellingar höfðu betur gegn FH-ingum. Mosfellingar spiluðu agaðan varnarleik í 40 mínútur og komu sér í 17-10 forystu. FH kom þá með góða endurkomu, minnkaði muninn í tvö mörk en það dugði ekki til. Afturelding kom aftur skipulagi á sóknarleikinn sinn og kláraði leikinn með fjögurra marka sigri. Hefði FH unnið í dag væru nú fjögur lið öll með tólf stig um miðja deild en Afturelding sker sig nú úr þeim pakka og er með fjórtán stig í fjórða sæti. FH-ingar eru með tíu stig í sjöunda sæti. Það sást strax í upphitun að Mosfellingar voru með stemninguna í góðu lagi. Menn létu heyra vel í sér og sáu til þess að næsti maður væri með baráttuandann í lagi. Sú stemning hélt áfram og átti bara eftir að batna með góðri byrjun Mosfellinga í leiknum. Afturelding náði strax undirtökunum og var það fyrst og fremst frábærum varnarleik að þakka. Pétur Júníusson og Þrándur Gíslason voru gríðarlega öflugir í miðjunni og Davíð Svansson var svo afar drjúgur í markinu. Framan af leik voru þó Mosfellingar ekkert sérstaklega skynsamir í sókninni og Ágúst Elí Björgvinsson komst í gang í marki FH. Ágúst Elí sá til þess að FH-ingar voru í raun aldrei langt undan en þegar sóknarleikur FH hrundi endanlega síðustu átta mínútur hálfleiksins komust Mosfellingar á sprett. Þeir skoruðu síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddu að honum loknum, 12-7. Lítið betra tók við í síðari hálfleik fyrir heimamenn og Afturelding komst í 17-10 forystu eftir 43 mínútna leik. En þá kom vendipunktur í leiknum þegar FH skipti yfir í framliggjandi 3-3 vörn. FH skoraði fimm mörk í röð, með Ásbjörn Friðriksson fremstan í flokki, og munurinn því orðinn tvö mörk þegar enn var tæpur stundarfjórðungur eftir af leiknum. En Mosfellingar náðu áttum á ný og komu sér aftur í þægilega 4-5 marka forystu út leiktímann. Jóhann Jóhannsson skoraði mikilvæg mörk og það gerði einnig Guðni Kristinsson var að koma aftur eftir meiðsli. Skyttan Birkir Benediktsson var einnig drjúgur í leiknum. En þrátt fyrir að það sjáist ekki á tölfræðinni var Pétur Júníusson maður leiksins. Hann var lykilmaður hjá Aftureldingu, bæði í vörn og sókn. Hann dró ótrúlega mikið til sín í sókn Aftureldingar sem opnaði mikið fyrir félaga hans. Mosfellingar, með Pétur fremstan í flokki, voru í raun með varnarmenn FH í vasanum allan leikinn sem sést best á því að þeir fiskuðu alls níu víti - þar af Pétur fjögur. Ekki bætti úr skák að Andri Berg Haraldsson fékk að líta beint rautt spjald undir lok hálfleiksins. Ágúst Elí gerði það sem hann gat með góðri frammistöðu í markinu en það reyndist ekki nóg. Davíð varði einnig afar vel í marki Aftureldingar en munurinn var sá að hann var með frábæra vörn fyrir framan sig lengst af í leiknum.Pétur: Tókum varnarleikinn í gegn Pétur Júníusson átti stórleik fyrir Aftureldingu í kvöld og var lykilmaður, bæði í vörn og sókn. „Við höfum verið að skerpa á varnarleiknum okkar síðustu vikurnar. Mér fannst vörnin detta í gang í seinni hálfleik gegn Akureyri [í síðasta leik] og mér fannst við góðir í 60 mínútur í kvöld,“ segir Pétur. Afturelding hélt FH í aðeins 10 mörkum eftir um 43 mínútur sem Pétur segir að hafi verið lykilatriði. „Ef það hefði ekki verið þannig þá hefði þetta farið allt öðruvísi miðað við hvernig þeir keyrðu á okkur,“ segir hann. „Sóknarleikurinn var heilt yfir fínn. Það er gaman að lenda á svona kögglum eins og Tedda og Andra Berg. Það er ekkert skemmtilegra,“ sagði Pétur í léttum dúr.Einar Andri: Viljum vera alvörulið „Ég hef unnið marga leiki hér og tapað líka mörgum. En ég þekki mikið af góðu fólki hér og hingað er gott að koma,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sem vann á sínum gamla heimavelli í kvöld. Hann var ánægður með sína menn. „Sérstaklega skipulagið, hugarfarið og viljann fyrstu 40-45 mínúturnar. Við höfum verið aðeins undir í þessum atriðum að undanförnu en strákarnir svöruðu því í kvöld,“ segir Einar Andri. FH náði að hleypa spennu í leikinn með því að skipta um varnarskipulag. Einar Andri átti von á því. „Það kom smá hikst á okkur en um leið og við brutum ísinn þá gekk þetta vel hjá okkur. Við höfum ekki verið að hrúga inn sigrunum að undanförnum og það kom smá stress á okkur en strákarnir brugðust vel við þessum kafla í kvöld.“ Það sást vel á Aftureldingu í kvöld að liðið var vel stemmt. „Við fórum vel í þessi mál um helgina, eftir tapið fyrir norðan á fimmtudag. Sú vinna gekk fullkomlega upp. Það verður að hrósa mönnum fyrir það, enda ekki sjálfgefið að hún skili sér. Við vildum sýna að við ætlum að vera alvörulið í vetur.“ Pétur Júníusson átti góðan leik í kvöld og Einar Andri segir að hann sé akkeri liðsins í vörninni. „Pétur var góður í dag og ég vil líka hrósa Guðna [Kristinssyni]. Hann hefur verið mikið meiddur en var frábær hér í kvöld. Hann sýndi hversu mikilvægur hann er. Það verður spennandi að fá fleiri leikmenn inn úr meiðslum og geta púslað þessu enn betur saman.“Halldór Jóhann: Óvissa um Ísak Halldór Jóhann Sigfússon segir að sínir menn í FH hafi gert sig seka um of mörg mistök í leiknum gegn Aftureldingu í kvöld. „Það vantaði svolítið upp á í kvöld. Þrátt fyrir fínan kafla í seinni hálfleik þá gerum við of mörg mistök. Við vorum að flýta okkur of mikið og gerðum heilt yfir of mikið af einstaklingsmistökum,“ segir Halldór Jóhann. „Við gerum of mörg mistök í vörninni sem var dýrt í þessum leik. Svo tökum við rangar ákvarðanir í sókninni og okkur gekk illa að skora í kvöld,“ segir hann og bætir við að Mosfellingar hafi spilað vel í kvöld. „Þetta var besti leikur Aftureldingar síðustu vikurnar. Við ætluðum okkur sigur í dag og því er það svekkjandi að detta svona niður eftir 3-4 góða leiki. En við vitum hvað við þurfum að gera og ætlum bara að halda áfram. Það er bara sama gamla klisjan.“ Halldór Jóhann segir að hvert stig skipti FH miklu máli úr þessu en liðið er nú í sjöunda sætinu. „Nú eigum við Akureyri næst, svo Víking. Þetta heldur bara svona áfram. Allir leikir í deildinni eru afar mikilvægir og við verðum bara að halda dampi, sérstaklega þar sem við höfum verið í basli.“ Ísak Rafnsson hefur verið frá vegna meiðsla og hann segir óvíst hvenær hann geti komið aftur inn í lið FH. Hann er að glíma við meiðsli í mjaðmalið og hefur verið hjá sérfræðingi vegna þessa. „Það stefnir í að hann komi ekki til baka á næstu dögum eða vikum. Það er líklegt að það þurfi eitthvað að laga í mjaðmaliðnum en við verðum bara að sjá hvað bæklunarlæknir vill gera. Við verðum bara að taka því sem verða vill, þó svo að við söknum Ísaks mikið - bæði í vörn og sókn.“Einar Andri Einarsson.vísir/ernirHalldór Jóhann Sigfússon.vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Afturelding vann kærkomin tvö stig í Hafnarfirðinum í kvöld er Mosfellingar höfðu betur gegn FH-ingum. Mosfellingar spiluðu agaðan varnarleik í 40 mínútur og komu sér í 17-10 forystu. FH kom þá með góða endurkomu, minnkaði muninn í tvö mörk en það dugði ekki til. Afturelding kom aftur skipulagi á sóknarleikinn sinn og kláraði leikinn með fjögurra marka sigri. Hefði FH unnið í dag væru nú fjögur lið öll með tólf stig um miðja deild en Afturelding sker sig nú úr þeim pakka og er með fjórtán stig í fjórða sæti. FH-ingar eru með tíu stig í sjöunda sæti. Það sást strax í upphitun að Mosfellingar voru með stemninguna í góðu lagi. Menn létu heyra vel í sér og sáu til þess að næsti maður væri með baráttuandann í lagi. Sú stemning hélt áfram og átti bara eftir að batna með góðri byrjun Mosfellinga í leiknum. Afturelding náði strax undirtökunum og var það fyrst og fremst frábærum varnarleik að þakka. Pétur Júníusson og Þrándur Gíslason voru gríðarlega öflugir í miðjunni og Davíð Svansson var svo afar drjúgur í markinu. Framan af leik voru þó Mosfellingar ekkert sérstaklega skynsamir í sókninni og Ágúst Elí Björgvinsson komst í gang í marki FH. Ágúst Elí sá til þess að FH-ingar voru í raun aldrei langt undan en þegar sóknarleikur FH hrundi endanlega síðustu átta mínútur hálfleiksins komust Mosfellingar á sprett. Þeir skoruðu síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddu að honum loknum, 12-7. Lítið betra tók við í síðari hálfleik fyrir heimamenn og Afturelding komst í 17-10 forystu eftir 43 mínútna leik. En þá kom vendipunktur í leiknum þegar FH skipti yfir í framliggjandi 3-3 vörn. FH skoraði fimm mörk í röð, með Ásbjörn Friðriksson fremstan í flokki, og munurinn því orðinn tvö mörk þegar enn var tæpur stundarfjórðungur eftir af leiknum. En Mosfellingar náðu áttum á ný og komu sér aftur í þægilega 4-5 marka forystu út leiktímann. Jóhann Jóhannsson skoraði mikilvæg mörk og það gerði einnig Guðni Kristinsson var að koma aftur eftir meiðsli. Skyttan Birkir Benediktsson var einnig drjúgur í leiknum. En þrátt fyrir að það sjáist ekki á tölfræðinni var Pétur Júníusson maður leiksins. Hann var lykilmaður hjá Aftureldingu, bæði í vörn og sókn. Hann dró ótrúlega mikið til sín í sókn Aftureldingar sem opnaði mikið fyrir félaga hans. Mosfellingar, með Pétur fremstan í flokki, voru í raun með varnarmenn FH í vasanum allan leikinn sem sést best á því að þeir fiskuðu alls níu víti - þar af Pétur fjögur. Ekki bætti úr skák að Andri Berg Haraldsson fékk að líta beint rautt spjald undir lok hálfleiksins. Ágúst Elí gerði það sem hann gat með góðri frammistöðu í markinu en það reyndist ekki nóg. Davíð varði einnig afar vel í marki Aftureldingar en munurinn var sá að hann var með frábæra vörn fyrir framan sig lengst af í leiknum.Pétur: Tókum varnarleikinn í gegn Pétur Júníusson átti stórleik fyrir Aftureldingu í kvöld og var lykilmaður, bæði í vörn og sókn. „Við höfum verið að skerpa á varnarleiknum okkar síðustu vikurnar. Mér fannst vörnin detta í gang í seinni hálfleik gegn Akureyri [í síðasta leik] og mér fannst við góðir í 60 mínútur í kvöld,“ segir Pétur. Afturelding hélt FH í aðeins 10 mörkum eftir um 43 mínútur sem Pétur segir að hafi verið lykilatriði. „Ef það hefði ekki verið þannig þá hefði þetta farið allt öðruvísi miðað við hvernig þeir keyrðu á okkur,“ segir hann. „Sóknarleikurinn var heilt yfir fínn. Það er gaman að lenda á svona kögglum eins og Tedda og Andra Berg. Það er ekkert skemmtilegra,“ sagði Pétur í léttum dúr.Einar Andri: Viljum vera alvörulið „Ég hef unnið marga leiki hér og tapað líka mörgum. En ég þekki mikið af góðu fólki hér og hingað er gott að koma,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sem vann á sínum gamla heimavelli í kvöld. Hann var ánægður með sína menn. „Sérstaklega skipulagið, hugarfarið og viljann fyrstu 40-45 mínúturnar. Við höfum verið aðeins undir í þessum atriðum að undanförnu en strákarnir svöruðu því í kvöld,“ segir Einar Andri. FH náði að hleypa spennu í leikinn með því að skipta um varnarskipulag. Einar Andri átti von á því. „Það kom smá hikst á okkur en um leið og við brutum ísinn þá gekk þetta vel hjá okkur. Við höfum ekki verið að hrúga inn sigrunum að undanförnum og það kom smá stress á okkur en strákarnir brugðust vel við þessum kafla í kvöld.“ Það sást vel á Aftureldingu í kvöld að liðið var vel stemmt. „Við fórum vel í þessi mál um helgina, eftir tapið fyrir norðan á fimmtudag. Sú vinna gekk fullkomlega upp. Það verður að hrósa mönnum fyrir það, enda ekki sjálfgefið að hún skili sér. Við vildum sýna að við ætlum að vera alvörulið í vetur.“ Pétur Júníusson átti góðan leik í kvöld og Einar Andri segir að hann sé akkeri liðsins í vörninni. „Pétur var góður í dag og ég vil líka hrósa Guðna [Kristinssyni]. Hann hefur verið mikið meiddur en var frábær hér í kvöld. Hann sýndi hversu mikilvægur hann er. Það verður spennandi að fá fleiri leikmenn inn úr meiðslum og geta púslað þessu enn betur saman.“Halldór Jóhann: Óvissa um Ísak Halldór Jóhann Sigfússon segir að sínir menn í FH hafi gert sig seka um of mörg mistök í leiknum gegn Aftureldingu í kvöld. „Það vantaði svolítið upp á í kvöld. Þrátt fyrir fínan kafla í seinni hálfleik þá gerum við of mörg mistök. Við vorum að flýta okkur of mikið og gerðum heilt yfir of mikið af einstaklingsmistökum,“ segir Halldór Jóhann. „Við gerum of mörg mistök í vörninni sem var dýrt í þessum leik. Svo tökum við rangar ákvarðanir í sókninni og okkur gekk illa að skora í kvöld,“ segir hann og bætir við að Mosfellingar hafi spilað vel í kvöld. „Þetta var besti leikur Aftureldingar síðustu vikurnar. Við ætluðum okkur sigur í dag og því er það svekkjandi að detta svona niður eftir 3-4 góða leiki. En við vitum hvað við þurfum að gera og ætlum bara að halda áfram. Það er bara sama gamla klisjan.“ Halldór Jóhann segir að hvert stig skipti FH miklu máli úr þessu en liðið er nú í sjöunda sætinu. „Nú eigum við Akureyri næst, svo Víking. Þetta heldur bara svona áfram. Allir leikir í deildinni eru afar mikilvægir og við verðum bara að halda dampi, sérstaklega þar sem við höfum verið í basli.“ Ísak Rafnsson hefur verið frá vegna meiðsla og hann segir óvíst hvenær hann geti komið aftur inn í lið FH. Hann er að glíma við meiðsli í mjaðmalið og hefur verið hjá sérfræðingi vegna þessa. „Það stefnir í að hann komi ekki til baka á næstu dögum eða vikum. Það er líklegt að það þurfi eitthvað að laga í mjaðmaliðnum en við verðum bara að sjá hvað bæklunarlæknir vill gera. Við verðum bara að taka því sem verða vill, þó svo að við söknum Ísaks mikið - bæði í vörn og sókn.“Einar Andri Einarsson.vísir/ernirHalldór Jóhann Sigfússon.vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira