Kvikur bankamarkaður stjórnarmaðurinn skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Sjá meira
Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Sjá meira
Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00