Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gleðigangan 2014 Vísir/Valli Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“ Hinsegin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“
Hinsegin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira