Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Öryggisráðstafanir hafa verið hertar víða í Evrópu. Þarna hefur vopnaður lögreglumaður komið sér fyrir á götu í Róm. Fréttablaðið/EPA François Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að óska eftir aðstoð aðildarríkja Evrópusambandsins við hervarnir í kjölfar árásanna í París. Hollande vísar þar í grein númer 42,7 í stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um að varnarsamstarf aðildarríkjanna hefjist sjálfkrafa verði eitt þeirra fyrir árás. Þessa ósk byggir Hollande á því að árásin í París hafi ekki einungis verið hryðjuverk heldur í raun stríðsyfirlýsing frá Daish-samtökunum í Sýrlandi. Þessi tiltekna grein í stofnsáttmálanum hefur aldrei verið notuð, en í henni eru fyrirvarar um að stjórnskipan einstakra aðildarríkja geti komið í veg fyrir að þau taki þátt í aðgerðum á grundvelli hennar. Frakkar myndu þurfa að semja sérstaklega við hvert ESB-ríki um hernaðaraðstoð, enda er enginn sameiginlegur her ESB-ríkjanna til. Eftir sjálfsvígsárásirnar í París á föstudagskvöld voru Frakkar fljótir til að hefja loftárásir á höfuðvígi Daish í borginni Rakka í Sýrlandi. Þeim árásum hefur verið haldið áfram og Bandaríkin hafa einnig haldið loftárásum sínum áfram á Daish. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að tíu franskar herþotur hefðu gert nýjar loftárásir á Rakka í fyrrinótt. Alls hafi sextán sprengjum verið varpað á byggingu, sem notuð hefur verið undir höfuðstöðvar Daish-samtakanna. Einnig hafi verið varpað sprengjum á þjálfunarbúðir samtakanna. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir vitni á staðnum að byggingarnar hafi verið í útjaðri borgarinnar. Þær hafi verið mannlausar þegar árásirnar voru gerðar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að rússneskt herskip komi franska hernum til aðstoðar við árásirnar á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mikla trú á því að innan fárra vikna verði búið að semja um vopnhlé í Sýrlandi milli stjórnar Bashars al Assad og uppreisnarmanna, sem enn krefjast afsagnar hans. „Ég býst ekki við að nógu margir átti sig endilega á þessu. En þetta er raunveruleikinn,“ sagði Kerry við fréttamenn í París í gær. Verði vopnahlé að veruleika geti alþjóðlegt hernaðarsamstarf gegn Daish-samtökunum, sem kalla sig Íslamskt ríki, frekar náð árangri. Þessi von um vopnahlé er þó allt eins líkleg til þess að stranda, rétt eins og fyrri tilraunir, á kröfu uppreisnarmanna, Bandríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum um afsögn Assads Sýrlandsforseta. Sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Árásirnar á París síðastliðið föstudagskvöld kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Hundruð manna til viðbótar særðust. Daginn áður gerðu liðsmenn Daish-samtakanna svipaðar sjálfsvígsárásir í Beirút, höfuðborg Líbanons. Þær árásir kostuðu að minnsta kosti 43 lífið. Þar særðust einnig hundruð manna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa lítið sem ekkert sagt frá árásinni á Beirút, heldur beint athyglinni nánast eingöngu að árásinni á París. Árásarmanns leitað í BrusselLögregluyfirvöld í Belgíu telja að Salah Abdeslam, einn árásarmannanna frá París, hafi verið í Brussel og var ákaft leitað að honum þar í borg í gær. Abdeslam komst undan eftir árásirnar á föstudagskvöld og hélt beina leið til Belgíu. Hann var stöðvaður stuttlega á landamærunum en látinn laus. „Við vitum að hann hefur verið í Brussel. Fyrir sólarhring var hann í Molenbeek,“ höfðu fjölmiðlar eftir belgískum embættismanni í gær. Abdesalem er úr Molenbeek-hverfinu í Brussel, rétt eins og Abdelhamid Abaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París. Abaoud er hins vegar talinn vera í Sýrlandi. Fleiri herskáir íslamistar haft tengsl við þetta hverfi í Brussel, þar á meðal Amady Coulibaly, sem tók gísla í matvöruverslun í París í janúar síðastliðnum um leið og tveir aðrir hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo. Franska lögreglan hefur kallað út meira en hundrað þúsund manna lið lögreglu til þess að rannsaka árásirnar í París og leita uppi einstaklinga sem gætu tengst þeim. Vitað er um átta menn, sem gerðu árásirnar sjálfar. Sex þeirra hafa verið nafngreindir en frönsk yfirvöld hafa enn ekki nafngreint tvo. Hryðjuverk í París Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
François Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að óska eftir aðstoð aðildarríkja Evrópusambandsins við hervarnir í kjölfar árásanna í París. Hollande vísar þar í grein númer 42,7 í stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um að varnarsamstarf aðildarríkjanna hefjist sjálfkrafa verði eitt þeirra fyrir árás. Þessa ósk byggir Hollande á því að árásin í París hafi ekki einungis verið hryðjuverk heldur í raun stríðsyfirlýsing frá Daish-samtökunum í Sýrlandi. Þessi tiltekna grein í stofnsáttmálanum hefur aldrei verið notuð, en í henni eru fyrirvarar um að stjórnskipan einstakra aðildarríkja geti komið í veg fyrir að þau taki þátt í aðgerðum á grundvelli hennar. Frakkar myndu þurfa að semja sérstaklega við hvert ESB-ríki um hernaðaraðstoð, enda er enginn sameiginlegur her ESB-ríkjanna til. Eftir sjálfsvígsárásirnar í París á föstudagskvöld voru Frakkar fljótir til að hefja loftárásir á höfuðvígi Daish í borginni Rakka í Sýrlandi. Þeim árásum hefur verið haldið áfram og Bandaríkin hafa einnig haldið loftárásum sínum áfram á Daish. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að tíu franskar herþotur hefðu gert nýjar loftárásir á Rakka í fyrrinótt. Alls hafi sextán sprengjum verið varpað á byggingu, sem notuð hefur verið undir höfuðstöðvar Daish-samtakanna. Einnig hafi verið varpað sprengjum á þjálfunarbúðir samtakanna. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir vitni á staðnum að byggingarnar hafi verið í útjaðri borgarinnar. Þær hafi verið mannlausar þegar árásirnar voru gerðar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að rússneskt herskip komi franska hernum til aðstoðar við árásirnar á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mikla trú á því að innan fárra vikna verði búið að semja um vopnhlé í Sýrlandi milli stjórnar Bashars al Assad og uppreisnarmanna, sem enn krefjast afsagnar hans. „Ég býst ekki við að nógu margir átti sig endilega á þessu. En þetta er raunveruleikinn,“ sagði Kerry við fréttamenn í París í gær. Verði vopnahlé að veruleika geti alþjóðlegt hernaðarsamstarf gegn Daish-samtökunum, sem kalla sig Íslamskt ríki, frekar náð árangri. Þessi von um vopnahlé er þó allt eins líkleg til þess að stranda, rétt eins og fyrri tilraunir, á kröfu uppreisnarmanna, Bandríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum um afsögn Assads Sýrlandsforseta. Sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Árásirnar á París síðastliðið föstudagskvöld kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Hundruð manna til viðbótar særðust. Daginn áður gerðu liðsmenn Daish-samtakanna svipaðar sjálfsvígsárásir í Beirút, höfuðborg Líbanons. Þær árásir kostuðu að minnsta kosti 43 lífið. Þar særðust einnig hundruð manna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa lítið sem ekkert sagt frá árásinni á Beirút, heldur beint athyglinni nánast eingöngu að árásinni á París. Árásarmanns leitað í BrusselLögregluyfirvöld í Belgíu telja að Salah Abdeslam, einn árásarmannanna frá París, hafi verið í Brussel og var ákaft leitað að honum þar í borg í gær. Abdeslam komst undan eftir árásirnar á föstudagskvöld og hélt beina leið til Belgíu. Hann var stöðvaður stuttlega á landamærunum en látinn laus. „Við vitum að hann hefur verið í Brussel. Fyrir sólarhring var hann í Molenbeek,“ höfðu fjölmiðlar eftir belgískum embættismanni í gær. Abdesalem er úr Molenbeek-hverfinu í Brussel, rétt eins og Abdelhamid Abaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París. Abaoud er hins vegar talinn vera í Sýrlandi. Fleiri herskáir íslamistar haft tengsl við þetta hverfi í Brussel, þar á meðal Amady Coulibaly, sem tók gísla í matvöruverslun í París í janúar síðastliðnum um leið og tveir aðrir hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo. Franska lögreglan hefur kallað út meira en hundrað þúsund manna lið lögreglu til þess að rannsaka árásirnar í París og leita uppi einstaklinga sem gætu tengst þeim. Vitað er um átta menn, sem gerðu árásirnar sjálfar. Sex þeirra hafa verið nafngreindir en frönsk yfirvöld hafa enn ekki nafngreint tvo.
Hryðjuverk í París Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent