Porzingis langt á undan Dirk | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Lettinn Kristaps Porzingis og Dirk Nowitzki árið 1999. Vísir/Getty Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur. Kristaps Porzingis er 20 ára og 221 sentímetra kraftframherji sem spilar eins og lítill framherji og getur skotið nánast hvaðan sem er. Porzingis átti frábæran leik með New York Knicks í nótt og stuðningsmenn Knicks-liðsins, þeir sömu og púuðu þegar nafnið hans var lesið upp í nýliðavalinu, sungu nú nafnið hans „Por-zing-is, Por-zing-is.” Porzingis endaði með 29 stig og 11 fráköst og New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets í sjálfum Madison Square Garden. Kristaps Porzingis hefur oft verið líkt við Dirk Nowitzki enda mjög hávaxinn skotmaður eins og Þjóðverjinn. Dirk er þó átta sentímetrum minni en Porzingis. Þeir voru á sama aldrei þegar þeir komu inn í NBA-deildina og því er gaman að bera þá aðeins saman. Þetta var að sjálfsögðu besti stigaleikur Porzingis á NBA-ferlinum en hann var þarna að spila sinn tólfta leik. Porzingis hafði mest áður skorað 16 stig en það var í hans fyrsta leik. Dirk Nowitzki spilaði sinn fyrsta NBA-leik 5. febrúar 1999 og hann náði ekki 29 stiga leik fyrr en í leik númer 36. Porzingis var þannig 24 leikjum á undan honum í að skora að 29 stig í einum leik. Porzingis er með 12,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf leikjum sínum í NBA-deildinni. Nowitzki var með 7,3 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf NBA-leikjum sínum. Lettinn er reyndar bara að nýta 40,7 prósent skota sinna en 83,8 prósent vítanna hafa aftur á móti farið rétta leið. Tölur Nowitzki í fyrstu tólf leikjum hans voru 34 prósent skotnýting og 79 prósent vítanýting. Hér fyrir neðan má sjá skemmtileg myndbönd með Kristaps Porzingis úr leiknum í nótt en það er ein Hakeem Olajuwon hreyfing hjá honum (eftir 11 sekúndur í efra myndbandinu og eftir 14 sekúndur í neðra myndbandinu) sem fær flesta til að trúa því að kappinn geti orðið einn af þeim betri í deildinni. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur. Kristaps Porzingis er 20 ára og 221 sentímetra kraftframherji sem spilar eins og lítill framherji og getur skotið nánast hvaðan sem er. Porzingis átti frábæran leik með New York Knicks í nótt og stuðningsmenn Knicks-liðsins, þeir sömu og púuðu þegar nafnið hans var lesið upp í nýliðavalinu, sungu nú nafnið hans „Por-zing-is, Por-zing-is.” Porzingis endaði með 29 stig og 11 fráköst og New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets í sjálfum Madison Square Garden. Kristaps Porzingis hefur oft verið líkt við Dirk Nowitzki enda mjög hávaxinn skotmaður eins og Þjóðverjinn. Dirk er þó átta sentímetrum minni en Porzingis. Þeir voru á sama aldrei þegar þeir komu inn í NBA-deildina og því er gaman að bera þá aðeins saman. Þetta var að sjálfsögðu besti stigaleikur Porzingis á NBA-ferlinum en hann var þarna að spila sinn tólfta leik. Porzingis hafði mest áður skorað 16 stig en það var í hans fyrsta leik. Dirk Nowitzki spilaði sinn fyrsta NBA-leik 5. febrúar 1999 og hann náði ekki 29 stiga leik fyrr en í leik númer 36. Porzingis var þannig 24 leikjum á undan honum í að skora að 29 stig í einum leik. Porzingis er með 12,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf leikjum sínum í NBA-deildinni. Nowitzki var með 7,3 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf NBA-leikjum sínum. Lettinn er reyndar bara að nýta 40,7 prósent skota sinna en 83,8 prósent vítanna hafa aftur á móti farið rétta leið. Tölur Nowitzki í fyrstu tólf leikjum hans voru 34 prósent skotnýting og 79 prósent vítanýting. Hér fyrir neðan má sjá skemmtileg myndbönd með Kristaps Porzingis úr leiknum í nótt en það er ein Hakeem Olajuwon hreyfing hjá honum (eftir 11 sekúndur í efra myndbandinu og eftir 14 sekúndur í neðra myndbandinu) sem fær flesta til að trúa því að kappinn geti orðið einn af þeim betri í deildinni.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti