Westbrook með 43 stig í fjarveru Durants | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 08:02 Russell Westbrook var magnaður í nótt. vísir/getty Russell Westbrook fór hamförum gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, en hann skoraði 43 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í 110-103 sigri sinna manna. Rétt eins og á síðasta tímabili er hann að taka völdin í sínar hendur í fjarveru Kevin Durants, en ofurstjarna Oklahoma-liðsins er meidd þessa dagana. New Orleans Pelicans heldur áfram ömurlegri byrjun sinni á tímabilinu, en þetta skemmtilega lið sem spáð var góðu gengi hefur aðeins unnið einn leik af tólf á þessu tímabili og tapað öllum sjö útileikjum sínum. Pelíkanarnir eru að spila án Anthony Davis sem er frá vegna axlarmeiðsla en í fjarveru hans skoraði Ryan Anderson 30 stig í nótt og tók sjö fráköst. Westbrook fer á kostum: James Harden átti svipaðan leik og Westbrook fyrir Houston Rockets sem vann fimm stiga útisigur í framlengingu gegn Portland, 108-103. Harden skoraði 45 stig, tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann tók nóg af skotum og hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Damian Lillard var stigahæstur heimamanna í porland með 23 stig, en Portland-liðið er með fjóra sigra og níu töp en Houston fimm sigra og sjö töp. Enginn getur stöðvað Harden: San Antonio Spurs-vélin heldur áfram að malla en liðið vann fimmta heimasigurinn í röð í nótt og níunda sigurinn í heildina í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins þegar það lagði Denver Nuggets að velli, 109-98. Franski herforinginn Tony Parker var stigahæstur heimamanna með 25 stig en Kawhi Leonard bætti við 20 stigum og átta fráköstum. Nikola Jokic kom sterkur inn af bekknum hjá Portland og skoraði 23 stig og tók 12 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 116-111 Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 104-101 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 85-112 Boston Celtics - Dallas Mavericks 102-106 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 103-97 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 108-103 OKC Thunder - New Orleans Pelicans 110-103 San Antonio Spurs - Denver Nuggets 109-98 Utah Jazz - Toronto Raptors 93-89 Phoenix Suns - Chicago Bulls 97-103Flottustu tilþrif næturinnar: NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Russell Westbrook fór hamförum gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, en hann skoraði 43 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í 110-103 sigri sinna manna. Rétt eins og á síðasta tímabili er hann að taka völdin í sínar hendur í fjarveru Kevin Durants, en ofurstjarna Oklahoma-liðsins er meidd þessa dagana. New Orleans Pelicans heldur áfram ömurlegri byrjun sinni á tímabilinu, en þetta skemmtilega lið sem spáð var góðu gengi hefur aðeins unnið einn leik af tólf á þessu tímabili og tapað öllum sjö útileikjum sínum. Pelíkanarnir eru að spila án Anthony Davis sem er frá vegna axlarmeiðsla en í fjarveru hans skoraði Ryan Anderson 30 stig í nótt og tók sjö fráköst. Westbrook fer á kostum: James Harden átti svipaðan leik og Westbrook fyrir Houston Rockets sem vann fimm stiga útisigur í framlengingu gegn Portland, 108-103. Harden skoraði 45 stig, tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann tók nóg af skotum og hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Damian Lillard var stigahæstur heimamanna í porland með 23 stig, en Portland-liðið er með fjóra sigra og níu töp en Houston fimm sigra og sjö töp. Enginn getur stöðvað Harden: San Antonio Spurs-vélin heldur áfram að malla en liðið vann fimmta heimasigurinn í röð í nótt og níunda sigurinn í heildina í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins þegar það lagði Denver Nuggets að velli, 109-98. Franski herforinginn Tony Parker var stigahæstur heimamanna með 25 stig en Kawhi Leonard bætti við 20 stigum og átta fráköstum. Nikola Jokic kom sterkur inn af bekknum hjá Portland og skoraði 23 stig og tók 12 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 116-111 Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 104-101 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 85-112 Boston Celtics - Dallas Mavericks 102-106 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 103-97 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 108-103 OKC Thunder - New Orleans Pelicans 110-103 San Antonio Spurs - Denver Nuggets 109-98 Utah Jazz - Toronto Raptors 93-89 Phoenix Suns - Chicago Bulls 97-103Flottustu tilþrif næturinnar:
NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti