Segir ekki of seint fyrir Rússa að bjarga ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Dick Pound, fyrrum formaður WADA og skýrsluhöfundur um misferli Rússa. Vísir/Getty Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11
Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30
Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00
Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti