Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. Samhliða aukningu ferðamanna hefur erlend kortavelta í íslenskum verslunum færst í aukana. Ferðamenn eru ekki einungis spenntir fyrir minjagripum heldur styðja þeir einnig við íslenskar fataverslanir, hönnunarverslanir og sérverslanir. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, segist telja að miðbærinn væri ekki jafn skemmtilegur ef ekki væri fyrir ferðamenn. „Það var ósköp mikið fásinni og ósköp tómlegt árin áður en ferðamannastraumurinn kom, sérstaklega svona á haust og vetrarmánuðum.“ Kortavelta erlendra ferðamanna nam 22,2 milljörðum króna í ágúst síðastliðnum sem var 30,7 prósent aukning milli ára. Þar af nam kortavelta í íslenskum verslunum 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósent aukning milli ára. Verslun ferðamanna er því farin að hafa töluverð áhrif, sér í lagi í Reykjavíkurborg, sem 97 prósent ferðamanna heimsóttu árið 2014, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Búðum sem sérhæfa sig í minjagripum, svokölluðum „lundabúðum“ hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Hins vegar nam kortavelta í þeim búðum einungis 14,6 prósentum af heildarkortaveltu erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum í ágúst og einungis 15 prósentum í september. Verslunarmenn á Laugavegi sem Fréttablaðið ræddi við segjast hafa fundið fyrir aukningunni í áhuga ferðamanna á verslunum sem ekki eru sérsniðnar fyrir ferðamenn.Jakob Frímann segist aldrei hafa tekið undir þær raddir að það halli eitthvað á verslanir aðrar en ferðamannaverslanir. „Ferðamannaverslanir eru hrein viðbót við það sem fyrir var og hafa verið í umtalsverðum vexti milli ára sem er ofureðlileg afleiðing þessarar miklu aukningar á erlendum gestum og viðskiptavinum sem við höfum séð hér aukast milli ára,“ segir Jakob Frímann. „Þessar sjarmerandi sérverslanir eins og Brynja og Vísir sem eru með „kaupmanns á horninu“ stemningu höfða auðvitað alveg sérstaklega til þeirra ferðamanna sem sjá slíkt varla neins staðar annars staðar í heiminum lengur.“Hanna Soffía Þormar, verslunarstjóri Spúútnik.Upplifa Reykjavík sem tískustað Í ágústmánuði jókst kortavelta erlendra ferðamanna í fataverslunum um 33 prósent. Hanna Soffía Þormar, verslunarstjóri Spúútnik á Laugavegi, segist hafa fundið fyrir einhverri aukningu í fatasölu til ferðamanna. „Ég er búin að vera að vinna í rúmlega fjögur ár í Spúútnik í miðbænum og ég myndi segja að sala til ferðamanna væri jafnt og þétt að aukast. Það er ekki endilega bundið lengur við týpíska ferðamannatíma, heldur allan ársins hring. Það er meira á sumrin, en það hefur orðið svolítil aukning á veturna,“ segir Hanna Soffía. „Ég myndi segja að það væri enginn ákveðinn tími sem ferðamennirnir hætta að koma. Margir koma á Airwaves, gamlárskvöld og Sónar, það er eitthvað sem dregur ferðamenn að á öllum tímum.“ Hanna Soffía telur að erlendir ferðamenn upplifi Reykjavík á vissan hátt sem tískustað. „Ég hef heyrt það frá ferðamönnum að þeim finnst Íslendingar mjög vel klæddir hérna í miðbænum. Ég hef fengið mjög jákvætt „feedback“ frá þeim.“Frank Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen.Veturferðamenn verðmætastir Frank Michelsen, úrsmiður og verslunarstjóri í Michelsen, segist einnig finna fyrir auknum áhuga ferðamanna. Hins vegar sé mest um ferðamenn hjá þeim á veturna. „Við erum ekki mikið að finna fyrir sumarferðamönnunum en verðmætustu ferðamennirnir fyrir okkur eru þeir sem eru að fara í helgarferðir yfir veturinn,“ segir Frank. „Þeir ferðamenn sem koma yfir sumarið eru að koma til að njóta náttúrunnar. Þeir ferðamenn sem koma yfir veturinn, ráðstefnugestir til dæmis, eru að koma og njóta borgarinnar og versla í leiðinni.“ Aðspurður segir hann aukningu hafa orðið í sölu í fyrravetur til ferðamanna. Hins vegar sé ekki komin mikil reynsla á það fyrir árið 2015.Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi KokkuHafa áhrif á vöruúrval Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, segir eðlilegt að finna fyrir þessum aukna áhuga ferðamanna. „Þegar maður er ferðamaður langar mann ekki bara í minjagripabúðir. Fólk hefur áhuga á að skoða skemmtilegar vörur í skemmtilegum búðum og ég held að fólk sæki mikið í miðbæinn vegna þess að þar er mikið af sjálfstæðum litlum búðum, þar sem kaupmennirnir velja sjálfir vörurnar og vöruúrvalið er því sérstakara.“ Guðrún segist fagna fjölgun ferðamanna í miðborginni, hún sé að gera það að verkum að miðborgin sé að stækka. Fjölgað hefur verslunum og afþreyingu til dæmis á Hverfisgötu og er Grandasvæðið að blómstra. Hún segir fjölda erlendra viðskiptavina hafa áhrif á vöruvalið inn í búðina. „Ef fólk er að leita að einhverju litlu sniðugu að setja í ferðatöskuna þá auðvitað eykur maður úrvalið af því. Að sjálfsögðu hefur það áhrif en þá eru það kannski líka litlir sætir hlutir sem íslendingar hafa gaman af. Okkar markhópur er alltaf Íslendingar, það eru þeir sem eyða pening hjá okkur,“ segir Guðrún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Samhliða aukningu ferðamanna hefur erlend kortavelta í íslenskum verslunum færst í aukana. Ferðamenn eru ekki einungis spenntir fyrir minjagripum heldur styðja þeir einnig við íslenskar fataverslanir, hönnunarverslanir og sérverslanir. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, segist telja að miðbærinn væri ekki jafn skemmtilegur ef ekki væri fyrir ferðamenn. „Það var ósköp mikið fásinni og ósköp tómlegt árin áður en ferðamannastraumurinn kom, sérstaklega svona á haust og vetrarmánuðum.“ Kortavelta erlendra ferðamanna nam 22,2 milljörðum króna í ágúst síðastliðnum sem var 30,7 prósent aukning milli ára. Þar af nam kortavelta í íslenskum verslunum 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósent aukning milli ára. Verslun ferðamanna er því farin að hafa töluverð áhrif, sér í lagi í Reykjavíkurborg, sem 97 prósent ferðamanna heimsóttu árið 2014, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Búðum sem sérhæfa sig í minjagripum, svokölluðum „lundabúðum“ hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Hins vegar nam kortavelta í þeim búðum einungis 14,6 prósentum af heildarkortaveltu erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum í ágúst og einungis 15 prósentum í september. Verslunarmenn á Laugavegi sem Fréttablaðið ræddi við segjast hafa fundið fyrir aukningunni í áhuga ferðamanna á verslunum sem ekki eru sérsniðnar fyrir ferðamenn.Jakob Frímann segist aldrei hafa tekið undir þær raddir að það halli eitthvað á verslanir aðrar en ferðamannaverslanir. „Ferðamannaverslanir eru hrein viðbót við það sem fyrir var og hafa verið í umtalsverðum vexti milli ára sem er ofureðlileg afleiðing þessarar miklu aukningar á erlendum gestum og viðskiptavinum sem við höfum séð hér aukast milli ára,“ segir Jakob Frímann. „Þessar sjarmerandi sérverslanir eins og Brynja og Vísir sem eru með „kaupmanns á horninu“ stemningu höfða auðvitað alveg sérstaklega til þeirra ferðamanna sem sjá slíkt varla neins staðar annars staðar í heiminum lengur.“Hanna Soffía Þormar, verslunarstjóri Spúútnik.Upplifa Reykjavík sem tískustað Í ágústmánuði jókst kortavelta erlendra ferðamanna í fataverslunum um 33 prósent. Hanna Soffía Þormar, verslunarstjóri Spúútnik á Laugavegi, segist hafa fundið fyrir einhverri aukningu í fatasölu til ferðamanna. „Ég er búin að vera að vinna í rúmlega fjögur ár í Spúútnik í miðbænum og ég myndi segja að sala til ferðamanna væri jafnt og þétt að aukast. Það er ekki endilega bundið lengur við týpíska ferðamannatíma, heldur allan ársins hring. Það er meira á sumrin, en það hefur orðið svolítil aukning á veturna,“ segir Hanna Soffía. „Ég myndi segja að það væri enginn ákveðinn tími sem ferðamennirnir hætta að koma. Margir koma á Airwaves, gamlárskvöld og Sónar, það er eitthvað sem dregur ferðamenn að á öllum tímum.“ Hanna Soffía telur að erlendir ferðamenn upplifi Reykjavík á vissan hátt sem tískustað. „Ég hef heyrt það frá ferðamönnum að þeim finnst Íslendingar mjög vel klæddir hérna í miðbænum. Ég hef fengið mjög jákvætt „feedback“ frá þeim.“Frank Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen.Veturferðamenn verðmætastir Frank Michelsen, úrsmiður og verslunarstjóri í Michelsen, segist einnig finna fyrir auknum áhuga ferðamanna. Hins vegar sé mest um ferðamenn hjá þeim á veturna. „Við erum ekki mikið að finna fyrir sumarferðamönnunum en verðmætustu ferðamennirnir fyrir okkur eru þeir sem eru að fara í helgarferðir yfir veturinn,“ segir Frank. „Þeir ferðamenn sem koma yfir sumarið eru að koma til að njóta náttúrunnar. Þeir ferðamenn sem koma yfir veturinn, ráðstefnugestir til dæmis, eru að koma og njóta borgarinnar og versla í leiðinni.“ Aðspurður segir hann aukningu hafa orðið í sölu í fyrravetur til ferðamanna. Hins vegar sé ekki komin mikil reynsla á það fyrir árið 2015.Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi KokkuHafa áhrif á vöruúrval Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, segir eðlilegt að finna fyrir þessum aukna áhuga ferðamanna. „Þegar maður er ferðamaður langar mann ekki bara í minjagripabúðir. Fólk hefur áhuga á að skoða skemmtilegar vörur í skemmtilegum búðum og ég held að fólk sæki mikið í miðbæinn vegna þess að þar er mikið af sjálfstæðum litlum búðum, þar sem kaupmennirnir velja sjálfir vörurnar og vöruúrvalið er því sérstakara.“ Guðrún segist fagna fjölgun ferðamanna í miðborginni, hún sé að gera það að verkum að miðborgin sé að stækka. Fjölgað hefur verslunum og afþreyingu til dæmis á Hverfisgötu og er Grandasvæðið að blómstra. Hún segir fjölda erlendra viðskiptavina hafa áhrif á vöruvalið inn í búðina. „Ef fólk er að leita að einhverju litlu sniðugu að setja í ferðatöskuna þá auðvitað eykur maður úrvalið af því. Að sjálfsögðu hefur það áhrif en þá eru það kannski líka litlir sætir hlutir sem íslendingar hafa gaman af. Okkar markhópur er alltaf Íslendingar, það eru þeir sem eyða pening hjá okkur,“ segir Guðrún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira