Sala á jólabjór jókst um 150 prósent á tíu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að þegar árstíðabundinn bjór komi á markað sé minna selt af hefðbundnum bjór. vísir/gva Vínbúðirnar munu selja 34 tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29 árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna verði varir við nokkra eftirvæntingu. „Við finnum fyrir því að það er spurt þegar nær dregur,“ segir hún. Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum bjór hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og nú er boðið upp á jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumarbjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu 1989. Þetta verður því 27. árið sem hann er í boði. „En hann er svona að taka kipp núna síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Það er aukning um 150 prósent á tíu árum. Sigrún Ósk segir að þótt sala á jólabjórnum aukist þýði það samsvarandi aukningu í neyslu á bjór. „Það færist úr öðrum tegundum á meðan. Það er alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein viðbót við söluna.“ Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól. Sigrún segist ekki vera komin með tölur yfir framleitt magn og getur því ekki svarað því hvort hægt verði að fá vinsælustu tegundirnar síðla í desember.Sveinn Waage til hægri„En sumir hafa mjög takmarkað framboð og það er bara þeirra stefna. Og ef þær tegundir verða vinsælar þá verða þær væntanlega ekki til.“ Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, segir að áhugi á jólabjór aukist á milli ára. „Þetta er orðin allt önnur stemning og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn. Þarna séu tveir þættir sem skipti máli. Annars vegar hafi innlendum framleiðendum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því að allar árstíðabundnar bjórtegundir séu teknar í sölu. „Þannig að það sem mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði hætt. Sveinn segist vera búinn að smakka nokkrar tegundir af jólabjór sem komi í ár og þær lofi mjög góðu. „Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir Sveinn. Þar á hann við innlendu framleiðsluna. Hann hefur ekki smakkað erlenda framleiðslu. Jólafréttir Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira
Vínbúðirnar munu selja 34 tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29 árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna verði varir við nokkra eftirvæntingu. „Við finnum fyrir því að það er spurt þegar nær dregur,“ segir hún. Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum bjór hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og nú er boðið upp á jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumarbjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu 1989. Þetta verður því 27. árið sem hann er í boði. „En hann er svona að taka kipp núna síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Það er aukning um 150 prósent á tíu árum. Sigrún Ósk segir að þótt sala á jólabjórnum aukist þýði það samsvarandi aukningu í neyslu á bjór. „Það færist úr öðrum tegundum á meðan. Það er alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein viðbót við söluna.“ Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól. Sigrún segist ekki vera komin með tölur yfir framleitt magn og getur því ekki svarað því hvort hægt verði að fá vinsælustu tegundirnar síðla í desember.Sveinn Waage til hægri„En sumir hafa mjög takmarkað framboð og það er bara þeirra stefna. Og ef þær tegundir verða vinsælar þá verða þær væntanlega ekki til.“ Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, segir að áhugi á jólabjór aukist á milli ára. „Þetta er orðin allt önnur stemning og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn. Þarna séu tveir þættir sem skipti máli. Annars vegar hafi innlendum framleiðendum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því að allar árstíðabundnar bjórtegundir séu teknar í sölu. „Þannig að það sem mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði hætt. Sveinn segist vera búinn að smakka nokkrar tegundir af jólabjór sem komi í ár og þær lofi mjög góðu. „Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir Sveinn. Þar á hann við innlendu framleiðsluna. Hann hefur ekki smakkað erlenda framleiðslu.
Jólafréttir Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira