Sala á jólabjór jókst um 150 prósent á tíu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að þegar árstíðabundinn bjór komi á markað sé minna selt af hefðbundnum bjór. vísir/gva Vínbúðirnar munu selja 34 tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29 árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna verði varir við nokkra eftirvæntingu. „Við finnum fyrir því að það er spurt þegar nær dregur,“ segir hún. Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum bjór hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og nú er boðið upp á jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumarbjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu 1989. Þetta verður því 27. árið sem hann er í boði. „En hann er svona að taka kipp núna síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Það er aukning um 150 prósent á tíu árum. Sigrún Ósk segir að þótt sala á jólabjórnum aukist þýði það samsvarandi aukningu í neyslu á bjór. „Það færist úr öðrum tegundum á meðan. Það er alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein viðbót við söluna.“ Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól. Sigrún segist ekki vera komin með tölur yfir framleitt magn og getur því ekki svarað því hvort hægt verði að fá vinsælustu tegundirnar síðla í desember.Sveinn Waage til hægri„En sumir hafa mjög takmarkað framboð og það er bara þeirra stefna. Og ef þær tegundir verða vinsælar þá verða þær væntanlega ekki til.“ Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, segir að áhugi á jólabjór aukist á milli ára. „Þetta er orðin allt önnur stemning og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn. Þarna séu tveir þættir sem skipti máli. Annars vegar hafi innlendum framleiðendum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því að allar árstíðabundnar bjórtegundir séu teknar í sölu. „Þannig að það sem mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði hætt. Sveinn segist vera búinn að smakka nokkrar tegundir af jólabjór sem komi í ár og þær lofi mjög góðu. „Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir Sveinn. Þar á hann við innlendu framleiðsluna. Hann hefur ekki smakkað erlenda framleiðslu. Jólafréttir Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Vínbúðirnar munu selja 34 tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29 árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna verði varir við nokkra eftirvæntingu. „Við finnum fyrir því að það er spurt þegar nær dregur,“ segir hún. Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum bjór hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og nú er boðið upp á jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumarbjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu 1989. Þetta verður því 27. árið sem hann er í boði. „En hann er svona að taka kipp núna síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Það er aukning um 150 prósent á tíu árum. Sigrún Ósk segir að þótt sala á jólabjórnum aukist þýði það samsvarandi aukningu í neyslu á bjór. „Það færist úr öðrum tegundum á meðan. Það er alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein viðbót við söluna.“ Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól. Sigrún segist ekki vera komin með tölur yfir framleitt magn og getur því ekki svarað því hvort hægt verði að fá vinsælustu tegundirnar síðla í desember.Sveinn Waage til hægri„En sumir hafa mjög takmarkað framboð og það er bara þeirra stefna. Og ef þær tegundir verða vinsælar þá verða þær væntanlega ekki til.“ Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, segir að áhugi á jólabjór aukist á milli ára. „Þetta er orðin allt önnur stemning og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn. Þarna séu tveir þættir sem skipti máli. Annars vegar hafi innlendum framleiðendum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því að allar árstíðabundnar bjórtegundir séu teknar í sölu. „Þannig að það sem mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði hætt. Sveinn segist vera búinn að smakka nokkrar tegundir af jólabjór sem komi í ár og þær lofi mjög góðu. „Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir Sveinn. Þar á hann við innlendu framleiðsluna. Hann hefur ekki smakkað erlenda framleiðslu.
Jólafréttir Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira