Real Madrid komið áfram eftir sigur á PSG | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Nacho fagnar marki sínu. Vísir/EPA Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira