Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 15:59 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54