Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Tvær ungar konur sem stunda nám við Háskólann í Reykjavík eru urðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fyrir grófu kynferðisofbeldi. vísir/ernir Tvær kærur hafa verið lagðar fram í nauðgunarmáli sem Fréttablaðið greindi frá í gær að lögreglan hefði til rannsóknar. Tveir karlmenn eru meintir gerendur í kynferðisbrotamálinu sem sagt er vera gróft. Annar mannanna er á fertugsaldri og er nemandi við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hinn maðurinn er á svipuðum aldri og er ekki nemandi skólans. Tvær skólasystur fyrrgreinds manns eru taldar hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á önnur að hafa orðið fyrir nauðgun af hálfu bekkjarbróður síns en hin af völdum beggja meintra gerenda. Því er um að ræða tvö atvik þar sem nemandi frumgreinadeildarinnar á að hafa beitt konurnar grófu kynferðislegu ofbeldi sinn daginn hvorri í október. Í báðum tilvikum eiga meint brot að hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtanir í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið hafði samband við nokkra nemendur sem eru í sama bekk og hlutaðeigandi. Þeir greindu frá því að málið hefði vakið mikinn óhug nemenda og kennara við skólann.Níu dagar á milli Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti fyrra atvikið sér stað þann 7. október en þá hittust nemendur á svokölluðu pub quiz á skemmtistaðnum Austur. Umræddur nemandi á það kvöld að hafa nauðgað annarri stúlkunni. Um það mál var ekki upplýst fyrr en seinna atvikið hafði átt sér stað. Síðara atvikið átti sér stað níu dögum síðar en þá hittust bekkjarfélagar á Slippbarnum. Meintir gerendur voru á staðnum en annar mannanna, sem ekki er nemandi við skólann, er starfsmaður Reykjavík Marina hótelsins, þar sem Slippbarinn er rekinn. Hann var þó ekki á vakt í umrætt skipti. Eiga mennirnir að hafa farið með konunni í heimahús í Hlíðunum síðar um kvöldið og hún verið í annarlegu ástandi. Samkvæmt upplýsingum frá nemendum leikur grunur á að meintir gerendur hafi byrlað konunni ólyfjan og eiturlyfjum. Þá munu þeir hafa beitt konuna kynferðislegu og öðru líkamlegu ofbeldi. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og við höfum ekkert um málið að segja. Við tjáum okkur ekki um mál einstakra starfsmanna,“ segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Reykjavík Marina, aðspurður.Þolandi mætti ekki í skólann Upp komst um fyrra atvikið, eftir að síðara atvikið hafði átt sér stað. Þolandi í því máli hafði ekki mætt í skólann frá því að meint nauðgun átti sér stað. Lögreglan staðfestir að búið sé að leggja fram kæru í málinu og að rannsókn sé í gangi. „Við verjumst allra frétta af rannsókninni og getum ekki upplýst neitt frekar um rannsókn málsins en það sem hefur komið fram af okkar hálfu nú þegar,“ segir Árni Þór Sigmundsson yfirlögregluþjónn um málið. Forsvarsmenn skólans vildu ekki veita frekari upplýsingar um málið en segja skólann hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann geti veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Nemendur sem Fréttablaðið talaði við sögðu að manninum hefði verið vikið tímabundið úr skólanum. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tvær kærur hafa verið lagðar fram í nauðgunarmáli sem Fréttablaðið greindi frá í gær að lögreglan hefði til rannsóknar. Tveir karlmenn eru meintir gerendur í kynferðisbrotamálinu sem sagt er vera gróft. Annar mannanna er á fertugsaldri og er nemandi við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hinn maðurinn er á svipuðum aldri og er ekki nemandi skólans. Tvær skólasystur fyrrgreinds manns eru taldar hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á önnur að hafa orðið fyrir nauðgun af hálfu bekkjarbróður síns en hin af völdum beggja meintra gerenda. Því er um að ræða tvö atvik þar sem nemandi frumgreinadeildarinnar á að hafa beitt konurnar grófu kynferðislegu ofbeldi sinn daginn hvorri í október. Í báðum tilvikum eiga meint brot að hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtanir í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið hafði samband við nokkra nemendur sem eru í sama bekk og hlutaðeigandi. Þeir greindu frá því að málið hefði vakið mikinn óhug nemenda og kennara við skólann.Níu dagar á milli Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti fyrra atvikið sér stað þann 7. október en þá hittust nemendur á svokölluðu pub quiz á skemmtistaðnum Austur. Umræddur nemandi á það kvöld að hafa nauðgað annarri stúlkunni. Um það mál var ekki upplýst fyrr en seinna atvikið hafði átt sér stað. Síðara atvikið átti sér stað níu dögum síðar en þá hittust bekkjarfélagar á Slippbarnum. Meintir gerendur voru á staðnum en annar mannanna, sem ekki er nemandi við skólann, er starfsmaður Reykjavík Marina hótelsins, þar sem Slippbarinn er rekinn. Hann var þó ekki á vakt í umrætt skipti. Eiga mennirnir að hafa farið með konunni í heimahús í Hlíðunum síðar um kvöldið og hún verið í annarlegu ástandi. Samkvæmt upplýsingum frá nemendum leikur grunur á að meintir gerendur hafi byrlað konunni ólyfjan og eiturlyfjum. Þá munu þeir hafa beitt konuna kynferðislegu og öðru líkamlegu ofbeldi. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og við höfum ekkert um málið að segja. Við tjáum okkur ekki um mál einstakra starfsmanna,“ segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Reykjavík Marina, aðspurður.Þolandi mætti ekki í skólann Upp komst um fyrra atvikið, eftir að síðara atvikið hafði átt sér stað. Þolandi í því máli hafði ekki mætt í skólann frá því að meint nauðgun átti sér stað. Lögreglan staðfestir að búið sé að leggja fram kæru í málinu og að rannsókn sé í gangi. „Við verjumst allra frétta af rannsókninni og getum ekki upplýst neitt frekar um rannsókn málsins en það sem hefur komið fram af okkar hálfu nú þegar,“ segir Árni Þór Sigmundsson yfirlögregluþjónn um málið. Forsvarsmenn skólans vildu ekki veita frekari upplýsingar um málið en segja skólann hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann geti veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Nemendur sem Fréttablaðið talaði við sögðu að manninum hefði verið vikið tímabundið úr skólanum.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira